Thursday, April 20, 2006

Loksins að braggast

Dagur 3 í þynnku en loksins er ég byrjaður að braggast. Matarlystin komin, klósettferðirnar aftur orðnar reglulegar, kaffiþamb komið á fullan skrið, og tilhugsunin um áfengi hætt að valda mér klígju. Enda ekki seinna vænna enda kemur Arnarinn í bæinn annað kvöld og fer á laugardaginn og þarna á milli finnst örugglega tími til að fá sér einn eða tvo. En þar á eftir er það sótthreinsun, afeitrun, sundurklipping bankakortsins og bindindi þar til annað kemur í ljós.

Eilíflegar bilanir og vesen er búið að ríkja í íbúð "minni" á Gammel Kongevej seinustu vikur. Fyrst slátraði hreingerning öðrum ísskáp okkar og svo slátraði rafmagnskerfið þvottavélinni og sú slátrun hefur verið bæði fyrirhafnarsöm og tekið á taugar og þolinmæði. Kannski, já kannski sér nú bráðum fyrir endann á því!

Kvikmyndin Barbarella er afskaplega góð afþreying. Fyrir stráka.

Picture-quiz Dauðaspaðans er sömuleiðis góð afþreying. Fyrir alla. Babe-síðurnar einnig. Kíkið á hvort tveggja.. núna!

Skype og netvædd móðir eru hressandi Íslandstenging fyrir útlendings-Dana eins og mig.

Eiríkur Bergmann, aðdáandi Evrópusambandsins #1 sama hvað gengur og gerist, veit ekkert um dönsk stjórnmál. Það sést þegar hann skrifar um dönsk stjórnmál.

Fasteignamarkaður Kaupmannahafnar er ekkert lamb að leika sér við. Þetta var fróðleiksmoli dagsins.

No comments: