Wednesday, February 21, 2007

Ógurleg helgi nálgast

Þessa dagana svík ég allt nema vinnu og ýmsar smærri skyldur. Jákvætt því ég er að salla niður verkefnum, en neikvætt því minn kæri Daði lítur á mig sem svikara. Lofa því hér með að vera ekki svona vinnandi alltaf!

Gallinn við að mæta eldsnemma í vinnuna er að hádegismaturinn er fjarlægur, sérstaklega ef morgunmaturinn var bara tveir sopar af jógúrti og lýsispilla.

Æjæj lítur út fyrir mikla fundagleði í Dönum í dag, með og án fyrirvara fyrir mig, en alltaf með skyldumætingu af minni hálfu.

Danmörk nú þakið hvítri slæðu og rok og kuldi fylgir með í kaupbæti. Veturinn er kominn (aftur). Hitnun jarðar slegið á frest og kólnun jarðar notuð á meðan.

Í þessum skrifuðu orðum er erfiðri heimför úr vinnunni nýlokið. Rok orðið töluvert og veitir ekki af hverjum þræði í vetrarúlpunni ógurlegu. Danskt vegakerfi er hrunið, björgunarsveitir komnar á stjá og árekstrar rúlla inn. Danskur vetrardagur eins og hann á að vera.

Skíðaferð verkfræðideildar fyrirtækisins er nú orðin nokkuð niðurnegld. 13 tíma næturrúta á miðvikudagskvöldi í lok mars, 13 tíma heimför á sunnudeginum, og þess á milli verður eitthvað vinnutengt gert og eitthvað skíðað á sænsku fjalli, vonandi og væntanlega í kæruleysisástandi ríflegrar þynnku. Ekki svo galið.

Hver er munurinn á Harboe cola og Coca cola? Svar: 12 danskar krónur. Ekkert annað!

Mikill höfðingi kemur til Danmerkur á morgun og helgin verður tileinkuð honum og öðrum kapteini karlmannlegrar fegurðar. Ógurleg helgi og ekkert minna framundan.

Þá hefur ónefndur Tyrki hringt tvö kvöld í röð (eftir annars vel þegna og langa þögn) og í bæði skiptin skilið eftir sig ósvarað símtal. Er ég kvikindi? Nei. Einhvers staðar þarf jú að draga mörkin! Svo virðist sem hver vika beri með sér ný óvelkomin samskipti. Ég er samt búinn að vera harður af mér.

Nú taka pólitísk skrif við. Lesendum verður samt hlíft við þeim - í bili.

3 comments:

Unknown said...

Ég elska þennan málflutning. Vegna þess að það snjóar einn dag þá er hækkun loftslags ekki lengur að gerast.

Það er hagvöxtur í Kína, meira en í mörgum löndum Evrópu, það hlýtur að vera augljóst merki um að kommúnisminn virki betur en frjálshyggja þegar kemur að viðskiptum. Jú, það hlýtur að vera, jú, frjálshyggju slegið á fresti.

Annars getur þú náð í upplýsingar um veðrið í Danmörku á DMI.DK

Januar 2007: Rekordvarm
December 2006: Rekordvarm
November 2006: Rekordvarm
Oktober 2006: Rekordvarm
September 2006: Usædvenlig varm
Agust 2006: Megat vád, solfattig
July 2006: Rekordvarm
----------------------

En gott að það snjóaði í dag, ég geri þá ráð fyrir rekordkold í February og næstu 4 mánuði, það liggur í augum uppi.

Geir said...

Mætti halda að hitastigið hafi verið að hækka um 0.16 gráður á áratug í 3 áratugi og að staðbundin hækkun í Danmörku sé að slá öll fyrri hitamet 4. áratugar 20. aldar! Ég skelf í buxunum. Allir á hjólin!

Já hagvöxtur í Kína liggur á því reiki sem Evrópubúar upplifðu eftir að þeir byrjuðu að taka upp frjálsa verslun og viðskipti og brenna jarðefnaeldsneyti í stað trjákola. Annað svæði, annar tími, sömu lögmál.

Geir said...

Annars var nú varla mikið meira en kaldhæðið skot í setningu minni. "Málflutning" reyni ég að skreyta með óteljandi tilvísunum í allt mögulegt sem enginn kíkir á en allir hafa skoðun á, dæmi:
http://blogg.frjalshyggja.is/archives/2006/12/maurinn_og_grou.php