Saturday, February 10, 2007

Áminning: Ábending til ferðalanga

Ég reikna með að minna á færsluna Ábending til ferðalanga reglulega. Hér með gert fyrir komandi ferðalanga.

Ég kann alltaf betur og betur við hverfið mitt. Netto stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en grænmetissalinn minn var núna að koma sterkur til leiks með því að eiga Red Bull. Kannski hann hafi átt hann alla tíð en á móti kemur að ég er ekki duglegasti grænmetiskaupandinn svo ég hafði bara ekki hugmynd um það fyrr en í dag. Sjoppan handan götunnar er líka að slá í gegn með svörtum Carlsberg í dós á 7 kr og kókdósum á 6 kr (með pantruglinu).

Hver á áramótaskaupið 1989 á upptöku? Hvernig væri nú að koma Skattmann-syrpunni á netið!? Held að Íslendingar hefðu gott af áminningunni fyrir komandi kosningar.

Töffaragenið lifir enn í íslenskum kynstofn. Hið sama er ekki hægt að segja um hinn danska.

Nú er að reyna hrista af sér slenið, taka sturtu og skitu (skurta?), og jafnvel fá sér einn eða tvo (eða þrjá eða hvar þetta nú endar).

2 comments:

Anonymous said...

eða kúka og rúnka - af því er sögnin komin að "krúnka"

Geir said...

Ég hef unnið við byggingavinnu svo ég þekki hugtakið "krúnka" mjög vel.