Monday, March 10, 2008

Sælir eru syfjaðir, eða svona næstum

Eru allir búnir að kaupa og fá og þar á eftir lesa nýjasta hefti Þjóðmála? Ljómandi ef svo er. Að öðrum ólöstuðum var mín grein sú besta (þurr, troðfull af nýjungum fyrir íslenska lesendur og hlaðin óheflaðri hugmyndafræði). Stórmennskubrjálaði? Kannski.

Mér tókst aldrei þessu vant að hella í mig hellings af áfengi (utan heimilis míns) um þessa helgi, og þá á föstudaginn. Rokkstig kvöldsins enda öll hjá Betu, en Svenni og Jói Ben voru líka hressir. Sá skeggjaði sosem líka (nei, er ekki að meina mig), en í öðrum skilningi. Bærinn samt frekar dapur. Metró endaði á að verða ágætis skjól fyrir ágætis blund á heimleiðinni. Nóg um það.

Betu þakka ég annars fyrir labbitúr sem endaði á því að ég uppgötvaði þetta alveg ljómandi fína kaffihús í litlu göngufæri að heiman. Þynnkumatur og Budvar á krana á skínandi fínu verði.

Á morgun er fundur frá kl 9 til 17 (með smá pásu eftir hádegi til að skreppa á annan fund) með herramönnum frá Hitaveitu Suðurnesja (sem bíða nú í ofvæni eftir nýju vatnleiðslunni sinni milli lands og Heimaeyjar). Lesist: Á morgun verð ég í skyrtu í vinnunni.

Örvar kemur þarnæsta fimmtudag til Köben og tilhlökkun mikil hér á bæ!

Í dag fyllti ég út plagg vegna hins árlega "starfsmannasamtals" míns við stjóra sem ég man ekki hvenær verður haldið í vikunni. Spurt verður hvað ég vil gera, hvernig ég hef "þróast" í starfi, og þar fram eftir götunum. Mikil Dana-reiði var í mér í dag og það endurspeglast tvímælalaust í því sem ég hafði að segja. Nú er að sjá hvað setur.

Fjólu óska ég góðs gengis á næstu (ört fækkandi) vikum!

Eitthvað fleira? Nei. Yfir og út!

3 comments:

Anonymous said...

Ú kallinn bara í skyrtu.. rawr!

Anonymous said...

Glæsileg grein!

Anonymous said...

Já kominn tími á svona skrif, hitamál...ó já! urrrr....