Tuesday, July 01, 2008

Á ferð og flugi

Ég ætti e.t.v. að bæta einhverju við seinustu færslu sem var hent inn á annasömum vinnudegi.

Planið er sumsé að ég fljúgi til Íslands sunnudagskvöldið 13. júlí, gisti á einhverju hótelinu í Reykjavík, fljúgi til Vestmannaeyja á mánudeginum, verði þar viðstaddur lokafrágang og þrýstiprófun á nýrri vatnsleiðslu milli lands og Eyja, komi mér til Reykjavíkur á miðvikudeginum (ef engar seinkanir verða), og fljúgi svo til Danmerkur aftur seinnipartinn á fimmtudaginn.

Ekki mikill tími fyrir heimsóknir og hittinga eins og gefur að skilja, en ég eygi smugu eins og planið lítur út í dag!

Ferðalögin enda ekki þar. Hugsanlega þarf ég að vera í París á föstudaginn í næstu viku. Þó bara í einn sólarhring. Það sleppur alveg.

Hróaskelda bankar á allar dyr núna en ég kemst ekki fyrr en á fimmtudaginn einhvern tímann eins og staðan í vinnunni er núna. Ekki alveg óskastaðan með það en ég er að pressa og pressa og eitthvað hlýtur að gefa eftir bráðum! Já, ég veit alveg að vinna er bara vinna og það allt - ég á bara erfitt með að láta svoleiðis tal bíta að ráði í vikum sem þessari.

Færeyjar eru greiddar og niðurtalningin byrjuð. Jess!

Danmörk er svínslega heit núna. Úff.

Fleira er ekki í fréttum.

2 comments:

Unknown said...

Það var laglegt. Ég væri meira en til í að ná einum bjór þarna með þér á annað hvort sunnudags- eða miðvikudagskvöldið

Geir said...

Ég ætla að spara öll háfleyg loforð um hittinga því ég veit aldrei hvernig vinnuferðir þróast fyrirfram en ég mundi samt vera á stand-by ef það er hægt upp á að renna niður á Hótel Plaza á Aðalstræti annaðhvort kvöldið!