Saturday, July 12, 2008

Nýtt Íslandsplan

Ferðaplön á vegum vinnunnar eiga það til að breytast hratt með stuttum fyrirvara og á það til dæmis við um Íslandsferðina. Hún flyst nú um einn dag og nær því frá mánudagssíðdegi til föstudagssíðdegis, þar sem gist er í Reykjavík á mánudags- og fimmtudagskvöldið.

Þið eruð hér með upplýst.

Ég er megaþunnur eftir vinnudjammið og vona því að Gauti verði ekki of harkalegur við mig í kvöld og nótt!

Frænka mín og vinkona hennar gerðu danska karlmenn alveg óða í gærkvöldi. Ég hef ekki séð annað eins aðdráttarafl síðan ...tjah ....ég hef ekkert hliðstætt dæmi!

"Jeg elsker dig" fékk ég að heyra í gær án mjög mikilla frekari skýringa. Það var athyglisvert.

Ég hef ekki verið heima og vakandi á opnunartíma Netto í um 2-3 vikur. Núna er ég heima og vakandi og tæpur klukkutími eftir af opnunartíma Netto. Ljómandi.

Núna þarf ég, sem viðskiptavinur Landsbanka Íslands búsettur í útlöndum, allt í einu að byrja nota auðkennislyklaógeðið! Svei þeim!

Hið árlega hótunarbréf LÍN vegna tekjutengdu afborgunarinnar í september er komið. "Ef þú gerir ekki eins og við segjum þá getum við skv. 10. gr. laga 21/1992 mergsogið þig þurran án þess að þú getir nokkuð í því gert!" Já, gott hjá ykkur. Af öllum skuldunautum mínum í gegnum tíðina þá hef LÍN verið sá óhagganlegasti og verstur í viðmóti. Af öllum skuldum sem ég hef haft hlakka ég mest til að losna við skuldina við LÍN.

Gauti er hetja fyrir að reyna vekja mig á laugardegi daginn eftir föstudagsfyllerí hjá mér. Daði veit hvað það getur verið erfitt (ómögulegt?). Núna veit Gauti það kannski líka. Því miður.

Fleira er ekki í fréttum í bili. Farið vel með ykkur!

No comments: