Saturday, August 09, 2008

Ólafsvaka var æðisleg

Núna er ég að mestu búinn að endurheimta fulla heilastarfsemi eftir ofsalega Ólafsvöku. Á ég myndir? Nei ekki ennþá. Myndavélasnúran mín týnd og mér bent á að kaupa snúru sem var svo ekki rétt og ég því á byrjunarreit aftur.

Vinnuvikan var góð og afslappandi á sinn stressandi hátt. Á mánudaginn flytur fyrirtækið í nýja byggingu og sá dagur fer því sennilega í að leita að snúrum. Á mánudagskvöldið fer ég til Noregs á vegum vinnunnar og mun því búa á hóteli í næstu viku (í 2-4 daga, óvíst enn).

Noregur - París - Litháen - Ísland - París - Ísland - Færeyjar - Noregur - ...

Já millilandaflakkið orðið töluvert í ár og ennþá nóg eftir!

Hef annars ekki mikið í fréttahorninu. Hvernig eruð þið að fara með ykkur?

6 comments:

Unknown said...

Noregur er ömurlegt land!

Hvar er ferðasagana frá Ólavsvöku?

Anonymous said...

Það rennur enn...

Anonymous said...

Ísland þegar Ölympics er??? Ef ég mæti þá verður þú að mæta!!!! Plííís... við rústum þessu ;)

Anonymous said...

Já þetta var ég...

Soffía

Anonymous said...

Heitir hótelið þitt virkilega "Rica Hell Hotel"?

Concorde flugvallarhótelið við Kuala Lumpur hefði getað verið jafn upplýsandi. Concorde Mosquitoes Swamp Hotel hefði verið nær lagi. Góðar minningar...

Geir said...

Kyss kyss darlings. Hvernig farið því að því að vera svona falleg?

Daði: Sennilega kemur hún ef mér tekst að panta (rétta!!!) snúru fyrir myndavélina mína.

Fjóla: Rétt að vona (held ég)!

Soffía: Hausinn á mér hefur einfaldlega ekki náð að hugsa svona langt, því miður, en hvað er gaman við alltof langa fyrirvara?

Hersteinn: Þeir eru amk. með pay-per-view klámstöð hérna, svo 'hell' er það ekki alveg.