Sunday, August 24, 2008

Svefn er sæla

Sunnudagur til silfurs, er það ekki eitthvað sem má segja núna? Ekki hefur íslenska landsliðinu í handbolta vantað athyglina hérna í Danmörku og einn vinnufélagi skrifaði til mín í morgun, "Har spillet en formue på Island", átsj!

En svo ég reki skrefin aftur á bak í gegnum seinustu vikur;
- Sommarfest í vinnunni á föstudag var stórkostlega skemmtileg. Ég sagði eitt eða tvennt vandræðalegt við hina og þessa og fékk að heyra ekki færri vandræðaleg ummæli frá vinnufélögum (þar á meðal fjármálastjóranum sem var svolítið krípí). Vinnudjömm á mínum vinnustað klikka hreinlega ekki!
- Náði svo gott sem eðlilegri vinnuviku með 45 vinnutímum sem að mestu fóru í að undirbúa næsta þriðjudag (fundur í Noregi, ullabjakk).
- Seinasta helgi var löng og ljómandi góð með góðu fólki í borginni. Horfðum á Ísland gera jafntefli við Dani sem var svo ágætt á þéttsetnum O'Learys-bar og hverju einasta marki var fagnað (Danir og Íslendingar á svæðinu í nokkurn veginn sama fjölda). Djamm og þynnka og allt saman gott mál.
- Þarseinastu viku var meira og minna eytt í Noregi að fylgjast með örlitlu krísu-verkefni í vinnunni. Enginn minna yfirmanna kom með svo ég var því maðurINN sem sagði já og nei og gaf fyrirmæli og deildi út verkefnum. Það venst alveg ágætlega!

Ekki vantar ævintýrin framundan. Ég þarf að klára smá Noregs-ferð og þá er kominn miðvikudagur. Ég veit satt að segja ekki hvort ég komist til Íslands um næstu helgi sem mig langar samt svo einlæglega til. Búið að bjóða mér í þrítugsafmæli í byrjun september sem mig langar líka alveg rosalega til að komast í. Systa, brósi og mútta verða í Kaupmannahöfn alla aðra viku september og þá er létt að forgangsraða tíma sínum. Mikið og margt að gera og sem er hægt að gera en erfitt að taka skrefin af ýmsum ástæðum. Úff!

Annars lítur út fyrir að ég eigi núna framundan hinn rólegasta sunnudag án þynnku eða þreytu. Ljómandi, og verða það lokaorðin í bili.

4 comments:

Anonymous said...

Þú þarft að útskýra fyrir yfirmönnum þínum að þú sért Íslendingur en ekki Dani. Rifja svo upp smá sagnfræði, að það hafi hreint ekki verið tilviljun að Íslendingar neyddust til að flýja glæpamennina í Noregi á sínum tíma, og að þeir hafi hreint ekkert breyst. Ekki dettur þeim í hug að senda þýskættaðan gyðing til Auschwitz til að vinna? Samt sem áður er það algjörlega sambærilegt og að senda Íslending til Noregs til að vinna.

Noregur er ömurlegt land!

Unknown said...

Já, koddu allavega til íslands hvenær sem það verður. Mæli með þessu afmæli

Anonymous said...

Geir Geir Geir... laugardagurinn verður ekki samur án þín, þú veist það!!! Er reyndar að reyna að plata systur þína sem staðgengil hehe :)

Soffía

Geir said...

Úff sennilega Noregur næsta mánudag líka. Þá hlýtur þetta líka að fara klárast!