Vikuplan: Kíkja daglega í Fréttablaðið eftir grein eftir ónefndan mann. Fara heim úr vinnunni fyrir kl 19 öll kvöld, eftir að hafa mætt fyrir kl 8 alla morgna. Fara rækilega í gegnum ferðatölvumarkað Danmerkur og finna það besta sem 7000< danskar krónur geta keypt.
Mikið er þetta leiðinleg færsla. Hérna eru 200 orð úr DV síðasta fimmtudags:
Heimsveldið ÍslandMeira leyfa 200 orð ekki að þessu sinni. Auðvitað sé ég núna óteljandi atriði sem má laga í textanum, en ég laga þau ekki.
Íslenskir kaupsýslumenn hafa, eins og kunnugt er, verið í miklum fyrirtækjakaupum í Evrópu á síðustu misserum. Ekki er nóg með að viðskiptabankar Íslands hafi verið að skjóta niður rótum um alla álfuna, heldur hafa flugfélög, verslanakeðjur og sjávarútvegsfyrirtæki einnig verið ofarlega á kauplistanum.
Danir finna mjög fyrir þessari kaupgleði Íslendinga. Kaup Íslendinga á Magasín, Illum og Sterling-flugfélaginu hafa vakið athygli í landi Bauna, og þeir hlægja góðlátlega að því þegar sagt er að bráðum verði Danmörk að orðin íslenskri nýlendu, og að þannig nái Íslendingar að hefna sín á aldalangri kúgun Dana á Íslendingum. Munurinn er hins vegar sá að hin íslenska nýlendustefna byggist á friðsömum samningum á hinum frjálsa markaði, en ekki á herskipaflota og ofbeldi. Íslensk nýlendustefna hefur líka, ólíkt hinni dönsku frá fyrri tíð, í för með sér aukna velmegun þess hertekna, og bætt lífskjör. Peningar hafa tekið við byssum, og samningar hafa komið í stað ofbeldis. Alþjóðavæðing hefur tekið við heimsstyrjöldum, peningaliturinn er orðinn mikilvægari en húðliturinn, viðskiptavitið er komið í stað herkænskunnar, og heimsvaldsstefnan byggist nú á kapítalisma og friðsömum samningum en ekki morðum og sósíalisma. Þetta gera vonandi sem flestir sér grein fyrir.