Tuesday, October 04, 2005

Úff

Einhvern tímann fannst mér gaman að nota spjallborð á netinu til að ræða pólitík. Sú tíð er löngu liðin. Svona furðuleg innlegg voru farin að fylla aðeins of mikið, og ef maður vogaði sér að segja að "skítlegt eðli" sé kannski ekki alveg hófsamasta orðavalið þá fékk maður saurfötuna yfir sig. Rakst nú reyndar á saurfötu á óvæntum stað í leit að mínu eigin nafni á Google, nefninlega síðasta athugasemdin við þessa færslu. Passlega falinn skítur þar á ferð sem vísar í ónefnda mynd sem ég væri nú alveg til í að fá senda ef einhver situr á henni. Minningar sjáið til.

Nú er allt í einu komin þessi glampandi sól og blíða í Danaveldi. Að vísu enn þörf á jakka á morgnana og kvöldin en annars stuttermabolsfært.

Annars má ég til með að segja eitt stórt og mikið URRRRRRRR!!! núna svo það sé skjalfest.

No comments: