Friday, October 28, 2005

Helgar"frí"

Ég held ég verði hreinlega að mæta í vinnuna á morgun, og vona hreinlega að Jói nokkur verði of þreyttur í kvöld til að fagna skilum á lokaverkefni sínu og fresti öllu sukki til morguns. Samt ekki, því ég er sjúklega þreyttur eftir frekar strembna viku og myndi glaður grípa hverja afsökun til að fara í sukkið í kvöld. Jóa er samt bannað að byggja nokkra djammákvörðun á þessum skrifum.

"Man kan godt lave design efter et glas rødvin" eru orð þaulreynds samstarfsmanns sem ég gæti haft í huga og mætt þunnur í vinnuna á morgun með góðri samvisku en slæman hausverk.

Fréttablað dagsins var (blessunarlega?) laust við skriftir mínar en mér skilst að blaðið á morgun sleppi ekki alveg eins vel. Óstaðfest en væntanlegt. Lesendum er bent á að kynna sér þennan texta ef þeir hafa í hyggju að lesa mín skrif. Þess má geta að ég vil hærri laun en ég "þarf" eða "á skilið", ég er sá eini sem veit hvað ég þarf, og enginn getur metið hvað ég á skilið.

No comments: