Saturday, October 15, 2005

Fullkomlega heiðskýrt

Hlýtt úti og alveg heiðskýrt. Er október?

"Það dugar nefnilega ekki alltaf að kjósa með höndunum í kjörklefanum á fjögurra ára fresti. Stundum neyðast menn til að taka til fótanna." (#) Þetta var ég að reyna útskýra fyrir yfirmanni mínum í gær (eftir nokkra bjóra) - lýðræði er auðvitað val á því hver ræður yfir lífi manns og limum, en valið máttlaust því það nær yfir svo langan tíma, og er truflað af svo mörgu öðru. Hvernig ætli fólki myndi líða að þurfa ákveða ostaneyslu sína í fjögurra ára tímabilum? Hvers konar val væri það? Hvað með tryggingafélög? Veljum vil ekki tryggingafélög fyrir heilbrigðisþjónustu á fjögurra ára fresti? Nei, þá er tímabilið komið upp í þau 10-50 ár sem tekur að koma á stórum kerfisbreytingum með lýðræðislegu ferli. Lýðræði er gott og blessað í sjálfu sér og mjög hentugt tæki til að skipta um valdhafa án blóðsúthellinga, en það er bara þannig að fæstar ákvarðanir eru vel til þess fallnar að vera teknar af stjórnmálamönnum á fjögurra ára ráðningarsamningum.

Vei!
Julefrokost 2005 - Sæt kryds i kalenderen den 16. december, så du kan være med til årets julefrokost på NIMB ved Tivoli.
Síðasta vinnustaðafylleríi var vægast sagt flóðbylgja kræsinga og áfengis. Ég býst við engu minna fyrir það næsta.

Núna var ég að lesa að réttindi séu bara einhver vitleysa á stultum. Mikið hefði Stalín verið ánægður að heyra það.

No comments: