Eftirfarandi lýsing á raunverulegum atburðum er bara til þess fallin að staðfesta vel þekkt lögmál:
Fyrir nokkrum vikum byrjaði myndarlegur kvenmaður (kvenmaður A, þótt réttnefni væri kvenmaður C, ef ekki D) að vinna á sömu hæð og ég. Nokkru síðar byrjaði annar myndarlegur kvenmaður (kvenmaður B, þótt réttnefni væri kvenmaður C) að vinna á hæðinni. Mér datt í hug að þessir tveir kvenmenn myndu fyrr en síðar byrja fara í mat saman, eða byrja kjafta saman á vinnustaðnum um eitthvað óvinnutengt. Í millitíðinni byrjaði þriðji myndarlegi kvenmaðurinn (kvenmaður C, sem þó ætti frekar að kallast kvenmaður B) og núna sé ég að kvenmaður B og kvenmaður C eru byrjaðir að kjafta saman á félagslegan hátt, og lögmálið þekkta þar með að verða staðfest. Ef kvenmaður A slæst í þennan hóp þá lít ég svo á að svo sé.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Líst vel á þetta...
Þú mættir þó útskýra eilítið betur hversvegna kvenmaður A ætti að heita D og C ætti að heita B og svo videre?
Mín tilgáta væri að þetta er bókstafa"ranking" ...?
Þrándur.
Ég held að þetta sé skálastærðin.
Dylgjur, DYLGJUR segi ég!
Post a Comment