Ég held ég hafi slegið metið í fjölda kaffibolla fyrir kl 13 á vinnudegi: Tveir! Þetta er vitaskuld metið í því hve fáa bolla ég hef drukkið á þessum tíma vinnudags en ástæðan er auðvitað almennt stress og almennur hasar sem heldur mér frá kaffivélinni. Núna er stefnt á að vinna upp tapaða koffíninntöku.
Eftir þrjár vikur í röð með 6 vinnudaga vinnuvikum verður gríðarhressandi að byrja helgina eftir vinnu á fimmtudegi. Síðan er gríðargóð ferðaplön að fæðast hjá sauðhærða vini okkar sem vonandi verða staðfest sem allrafyrst. Vonandi rætist úr öðrum ferðaplönum líka. Minni samt ferðalanga á að nú allt í einu er skítkalt í Kaupmannahöfn. Húfur og vettlingar og hlýjar peysur eru möst.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment