Kroppurinn er ekki alveg búinn að ná sér eftir þriggja daga sukk með Hauknum og fylginautum. Kaffið bragðast skringilega, maginn er í stanslausu uppnámi, hausinn er þungur og heilinn er hægur. Allt merki um góða helgi!
Húrra fyrir þessu! Viðbrögð! Að vísu bara að litlu leyti við mínum skrifum sem slíkum þótt þau hafi verið innblásturinn, en viðbrögð engu að síður. Note to self: Nota efni héðan.
Ég verð samt að passa mig svolítið á því hvaða málefni ég tek fyrir, og hvernig ég tek þau fyrir. Sumt er nefninlega erfiðara að fjalla um en annað. Ég gæti skrifað 1000 orð (eða 860) um landbúnaðarstyrki, verndartolla, ríkisstyrki til atvinnugreina, verkalýðsfélög og frjálsa verslun og fjallað í ítarlegu máli um hvernig hundruðum milljónum manna er haldið föstum í mikilli fátækt og á hungurmörkum vegna skilningsleysis vestræns almennings á nauðsyninni á auknum kapítalisma í heiminum. Við þessu fengi ég kannski eina athugasemd frá einum bloggara. Hins vegar er ég fljótur að fá kinnhestinn ef ég efast um skynsemi þess að fara í verkfall. Hvað er málið?! (Nú einfalda ég hlutina viljandi en það er bara til að sýna fram á punkt, og hvað mér finnst forgangsröðun samfélagsumræðunnar vera hlægileg, og hvað mitt persónulega álit er á því hvernig fólk bregst við sumum umræðuefnum en ekki öðrum.)
Anyways, núna er ég búinn að pirra sjálfan mig og ætla því að hætta skrifa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment