Þetta er athyglisverður félagsskapur. Lífeyrissjóður í Danmörku, PKA, með það takmark að hámarka arðsemi eiginfjár síns og viðskiptavina sinna er byrjaður að fjárfesta í verkefnum þróunaraðstoðarstofnunar Danmerkur, Danida, í þróunarlöndunum, en sú stofnun hefur það markmið að aðstoða og byggja upp. Þetta er nákvæmlega það sem þróunarlöndunum vantar - fjármagn frá fjárþyrstum fjárfestum kapítalísku landanna.
Metnaður til að auka auð sinn (oft kallað græðgi) kominn inn sem nýtt afl til uppbyggingar í þróunarlöndnum. Vonandi rakar lífeyrissjóðurinn inn á þessum fjárfestingum sínum svo milljarðarnir geti byrjað að streyma suður frá fleiri fégráðugum auðpúkum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment