Fyrirsagnir í dönskum blöðum eru margar hverjar furðulegar. Yfirleitt fjalla þær um eitthvað sem þarf að gera, eða verður að gera, eða mun gerast eftir orðum einhvers þingmannsins eða verkalýðsforingjans. Tónninn er einhvern veginn á þá leið að eitthvað er alveg hræðilegu ástandi og það verði að leiðrétta. Kannski er þetta ekkert danskt frekar en íslenskt, en ég man ekki eftir dómsdagstóninum frá Íslandi. Ég held að dómsdagstóninn komi af því að stjórnmálamenn ráða ansi miklu í Danmörku og til að virkja samfélagshönnuðinn í þeim þurfi að tala með mjög ákveðnum tón, og helst fullyrða svo sterkt að enginn þorir að mæla í mót. Ætlar þú að hækka fjárstuðning úr vösum sumra í vasa annarra? Þessu þorir enginn þingmaður að neita, óháð því hver fær að blæða í vasa hvers.
Einhvern tímann var mér sagt að í lágmarksríkinu Sviss væru stjórnmál almennt mjög lítill hluti af samfélagsumræðunni. Viðskiptalífið væru þeim mun fyrirferðarmeira umræðuefni. Miðað við Danmörk er hægt að segja svipaða sögu á Íslandi, en auðvitað er algjörlega út í hött að fólk þurfi að biðla til stjórnmálamanna til að koma breytingum áleiðis. Fólk ætti að hafa vaxið uppúr því að líta upp til forráðamanns fyrir hverja ákvörðun þegar 18 ára aldrinum var náð.
En að léttara hjali: Veðrið er ljómandi gott í dag og það er gott. Miðvikudagsheltan eftir þriðjudagsfótboltann er á sínum stað og almennt er allt að hjakka í sínu hjólfari eins og áður.
Ánægjulegur listi verð ég að segja. Nokkrir höfðingjar þarna skráðir til leiks sem sjálfsagt munu fá góðar móttökur á atvinnumarkaðnum.
Er ég sá eini í heiminum sem dreg samasemmerki milli háskólagráðu í frönskum bókmenntum, og atvinnuleysis?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment