Monday, October 03, 2005

You aint seen nothing yet

Ég vona að fyrrum formanni Samfylkingarinnar sé sama þótt ég steli frasanum hans í fyrirsögninni. Hér er ungur maður að skrifa um mín skrif, sem er vel. Viðkomandi ætti að hafa augun opin fyrir Fréttablaðsgreinum í vikunni. Þá fær hann nú aldeilis bloggmat!

Í nótt svaf ég fullkomlega náttúrulegum svefni. Ég sofnaði yfir bók í gærkvöldi án þess að hafa stillt vekjaraklukkuna (þ.e. símann) og vaknaði svo rétt fyrir kl 7 í morgun án þess að nokkuð hafi vakið mig sérstaklega. Maður hefði haldið að slíkur svefn væri ávísun á frískan og orkumikinn dag, en svo er aldeilis ekki. Ég er dauðþreyttur. Svei'attan. Ætla reyna fara seint að sofa í kvöld svo ég verði hress á morgun.

mp3-mappan Rebekka er hins vegar að gera góða hluti og er alltaf hress.

Lítil grein fyrir Þránd að kíkja á: A Minister-Free Health Care System. Þar segir: "Switzerland does not have any Ministry of Health." Ómögulegt, eða hvað?

2 comments:

Anonymous said...

Gott mál, les þetta við tækifæri. Ég sagði notabeneh ekki að þetta væri ómögulegt.

Það sem aftur á móti er nær því að vera ómögulegt er að finna kostnað við meðferð/aðgerð (áðurnefndur kvarði) þar sem að enginn hvati er til að reikna út þennan kostnað í ríkisreknum heilbrigðiskerfum, á meðan þetta yrði væntanlega mikilvægur stiki í einkareknum. Af þessum sökum er samanburður kerfa erfiður.

Þránd-url

Geir said...

Ég held að þetta sé ekki svo ómögulegt. Heilbrigðisstofnun vill lækna þig sem hraðast, ódýrast og best til að:
a) Þú kostir sem minnst fyrir þá að meðhöndla (hraðinn),
b) Að ganga í augun á tryggingafélögum með góðri lækningu og fá fleiri sjúklinga til sín (gæðin).

Í dag snýst kerfið um að koma fólki frá sem hraðast, sem aftur þýðir að eftirmeðhöndlun, langvarandi heilsubæting og endurþjálfun eru algjörlega látin mæta afgangi. Sjúklingum er hent út um leið og hægt er, sem aftur veldur því að margir koma aftur og aftur og aftur, því endurþjálfun og langvarandi meðhöndlun eru að verða óþekkt hugtök (vel að merkja þrátt fyrir að kerfið vaxi í kostnaði um 5% á ári).