Tuesday, January 25, 2005

Sveitt vinna

Ì dag gerdist thad, thví midur, ad mér baudst fullt starf vid eitthvad sem ég ætla alls ekki ad gera til lengri tíma, og helst ekki yfir høfud. Pósturinn gerdist svo kræfur i dag. Ég get varla sagt nei ef ég vil halda fullri vinnuviku (af tæknilegum stéttafélagstengdum ástædum), en hika vid ad segja já thví thá tekur mig mánud ad skipta um starf. Klípa dagsins ef svo má segja.

Hálfgerd ólukkuvika í vinnunni samt. Festi lykil í skáargati í gær (tapadi klst thar) og í dag datt kedjan af hjólinu (korter tapad thar). Hvada spenningur bídur mín á morgun!?

CIA spáir Evropusambandinu dauda nema eitthvad verdi gert vid sósíalismann sem thrífst innan thess. Sei sei. Sídan Evrópusambandid hætti ad líta á sig sem fríverslunarsamband byggt á frjálsum flutningum fólks og fjármagns og byrjadi ad líta á sig sem stórríki thá hefur thad verid ad sigla í strand.

1 comment:

-Hawk- said...

Man eftir þessum mínútum sem tapast við hitt og þetta í þessu starfi.

Man eftir geltandi hundum og síblaðrandi gömlu fólki sem talar gamla dönsku sem ég átti erfitt með að skilja. Man samt hvað þetta gat verið yndislegt í góðu veðri. Ekkert stress og bara hjóla rólega með póstinn í stuttbuxum með kók sér við hlið.