Saturday, March 05, 2005

Sólin skín

Djöfulsins skítakuldi er í þessu landi þessa dagana. Heiðskýr himinn, gluggaveður dauðans. Helvítis gróðurhúsaáhrifin eru að leggja Evrópu í rúst. Aldrei áður hefur verið svona kalt í sögu Jarðarinnar.

Daði er floginn til Afríku og það er missir í honum. Hvað gerir hann net- og sjónvarpslaus í Afríku þegar ferðavélinni hans verður stolið?

Mikið er gaman að tjá sig á Ósýnilegu höndinni. Ég þakka þeim sem hafa tjáð sig á þessari síðu fyrir innblástur, og ég vil heyra ef ég er að hunsa góð mótrök við skoðanir mínar.

Hersteinn er alltaf svo sætur.

Fundur með frjálshyggjumönnum á morgun. Ég hlakkaði mikið til að fara áður en ég fékk fundargerð í 11 liðum + undirliðum við flesta þeirra. Danir eru fundaglaðasta tegund hjarðdýra sem ég hef nokkurn tímann kynnst.

2 comments:

Anonymous said...

Geir ekki gleyma því mikilvægast, Dadi fær heldur ENGAN bjór né áfengi í næstum 3 mánuði. Greyið !!!
Freyja

Geir said...

Líklega er það rétt hjá þér. Í Afríku eru einu vímugjafarnir þeir sem við Evrópubúar köllum "eiturlyf", og því lítið um bjór- og áfengisneyslu á næstunni.