Monday, June 13, 2005

Mánudagsveikin

Mikið var árangurinn lélegur um þessa helgi. Eitt "létt" djamm á föstudeginum og ég var kaldur út á bæði laugardag og sunnudag. Þetta gengur ekki. Nokkuð ljóst að Red Bull verður ofarlega á innkaupalistanum fyrir Hróaskelduna...

...sem auðvitað hittir akkúrat á þann dag sem ég þarf að flytja út á, nema ég finni húsnæði sem er laust fyrir mánaðarmótin. Allt gerist alltaf á nákvæmlega sama tíma. Lögmálið bregst ekki að þessu sinni.

Mikið er gaman að hugsa til þess að ég er að vinna fyrir fyrirtæki sem fyrst og fremst vinnur fyrir hin illu olíufélög. Ætli olíufélög og sígerettufyrirtæki séu ekki á svipuðum stað í hugum einhverra?

No comments: