Monday, June 20, 2005

Skemmdur

Helgin að baki og ég er 10x þreyttari núna en á föstudaginn. Hægri höndin er líklega eitthvað ónýt eftir sjómannaglímur á föstudagskvöldið, kroppurinn allur að jafna sig eftir mikið magn áfengis og lítið magns vatns og mats, og hausinn er hálfringlaður líka.

Hvað um það. Margt skýrðist um helgina. Ég ætla að flytja til Gammel Kongevej í Vesterbro í Kaupmannahöfn og deila þar eldhúsi, baðaðstöðu, þvottaaðstöðu og setustofu með um 5 öðrum manneskjum, og hafa herbergi upp á 14 m2 fyrir mig sjálfan. Búsetumynstrið kallast bofællesskab sem ég held að verði gaman, mjög félagslegt og frekar ólíkt því sem ég hef áður prófað (heimavist með skólafólki telst ekki með), og síðast en ekki síst: Svolítið danskt.

Svo mikil var ánægjan hjá fólkinu með mig að mitt kyn, karlkynið, var í raun valið þótt í raun réttri hafi verið að leita að kvenmanni. Já, svona er maður heillandi á stamandi dönsku eftir 12 tíma vinnudag.

Flyt inn 1. júlí. Langar einhverjum Hróaskeldufaranna ekki alveg rosalega til að hjálpa til með flutninga?

Sanne fékk líka húsnæði og það á sjálfri Istergade sem allir kannast við!

Í vikunni er stefnt á hitting með nokkrum aktívista-sinnuðum frjálshyggjumönnum. Þó verða eignaspjöll og líkamsárásir ekki á dagskránni, ólíkt því sem gengur og gerist hjá ýmsum öðrum aðgerðasinnuðum hópum.

3 comments:

Anonymous said...

...ég skyldi eftir hjólið mitt líka á Bergsöe svo þú gætir nú bara hjólað með búslóðinna á milli íbúða og þyrftir enga hjálp.

Lykilinn að lásnum er hjá Svenna eða þá að ræða bara við einhvern spánverjann í DTU, hann á varalykil.

Anonymous said...

Er nokkuð hægt að koma kössum fyrir áður en að hin eiginlega þétta dagskrá hátíðarinnar hefst?

Raða bara í góða hrúgu í einu horni?

Besser

Geir said...

Dadi milljón takks og thú ert mikill høfdingi.

Besser, allt verdur klárt thann fyrsta og jafnvel verd ég búinn ad flytja eitthvad ad dótinu yfir á nýja stadinn.

Jess, all will work out. Yes.