Sunday, November 05, 2006

Hótel Geir stóðst fyrstu lotu

Þá er löng helgi senn að baki. Hótel Geir var vel bókað, meira að segja tvíbókað eina nóttina. Svefnsófinn dugði ágætlega með nýju yfirdýnunni og gestasæng og koddi leystu teppið góða af hólmi. Hlyni er þakkað fyrir prufutíma sinn á Hótel Geir. Margar endurbætur hafa nú verið gerðar sem féllu í ágætan jarðveg.

Innkaupalisti fyrir Hótel Geir nú kominn á blað og sumt komið af honum aftur:
- Kaffi
- Krydd
- Kaffirjómi/mjólk
- Aukaljósaperur

Eitthvað djamm en hef þó verið harðari í þeirri deild. Vinnufélagar drukku jólabjór á föstudaginn og Daði og Svenni voru síþyrstir alla helgina hvenær sem bærinn kallaði. Kvenkynsgestir Hótel Geir voru líka í ljómandi góðu stuði og voru duglegir að sulla í sig ölinu. Gauja náði ég samt aldrei að hitta en ég tek alveg á mig sökina þar.

Nóvember sæmilega þétt bókaður á Hótel Geir sem að sjálfsögðu er hið besta mál.

Ég þakka fyrir helgina, þið fólk!

No comments: