Thursday, November 09, 2006

Móðirin kemur

Þá eru bara 18 tímar eða svo í hana móður mína. Helgin fer í allt sem tilheyrir móðurheimsókn; kaffihús, öldrykkja, spjall og rölt. Ekkert stress, engin sérstök plön og eintóm "hygge". Ég hlakka til.

Noregsvinnuferðin komst í mikið uppnám í dag. Ég komst að því að það átti að senda okkur af stað rétt eftir hádegi á sunnudeginum sem er skelfing (mér var í upphafi tjáð að ég væri að fara á "frá mánudegi til fimmtudags"). Ég bað því um láta að draga mig út úr dæminu nema ég fengi fluginu breytt til mánudagsmorguns og kemst að því á morgun hvernig það fer. Glætan að ég ætli að hanga á norsku kaffihúsi á sunnudegi þegar ég get verið að spjalla við hana móður mína á dönsku kaffihúsi. Svo illa uppalinn er ég ekki.

Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með sjálfan mig eftir vinnudag dagsins. Eins einfalt og þursahelt og Visual Basic getur oft verið þá getur það líka verið algjörlega yfir minn skilning hafið. Bless bless sex klukkutímar í dag.

Note to self: Vera alltaf með lágmarksframfærslu af reiðufé í vasanum. Danskt kortakerfi virkar engu betur en danskt lestarkerfi.

Burknur hafa boðað komu sína til Köben fyrstu helgina í desember og það vekur upp mikla tilhlökkun enda er þetta með eindæmum hressandi félagsskapur, þessi hjú. Þau eru að ég held einu hjónin sem ég þekki sem eiga ekki að sækja um skilnað hið fyrsta.

Mér tókst að lauma inn örlítilli frjálshyggju (á íslenskan mælikvarða) inn í félagsfræðiritgerð ónefnds háskólanema. Ekki spurja mig hvernig.

Ljón hafa gott bragðskyn. Því miður, fyrir suma ferðalanga.

Voðalega hressist MSNið við þegar ég er byrjaður að hugleiða svefn undir hlýrri sæng. Sem betur fer eru verkefni vinnudagsins á morgun frekar heilalaus (að einu undanskildu) svo fórnin við að eiga mannleg samskipti umfram eiturhressan morgundag er lítil.

Ég bít mig alltaf í tunguna þegar ég sýg sjálfan mig inn í umræðu sem endar líklega aldrei þannig að báðir aðilar geti fundið sameiginlegan flöt.

Af hverju finnst mér þetta vera skemmtilegt áhorfs?

Veðurfar Köben er tvískipt um þessar mundir: Heiðskýrt, logn og ííííískalt, eða rigning, rok og hlýtt. Maður saknar næstum því Íslands á haustin/vorin/sumrin/veturnar í seinna tilvikinu!

Talandi um veður, ég þekki myndarlegasta veðurfréttamann Íslandssögunnar. Húrra fyrir því!

Að banna fíkniefni er eins og að gefa mafíósa þróunaraðstoð til að fullkomna verklag sitt.

Mikið hlýtur að vera þægilegt að vera í stjórnarandstöðu. Fyrst er að styðja á-þeim-tíma-vinsælt málefni og hljóta hrós fyrir. Þegar deilur byrja að blossa upp vegna þess, og þegar árangur lætur á sér standa, þá er manni í lófa lagt að skipta um skoðun og vera þá sá sem hefur "rétt" fyrir sér á meðan sitjandi stjórnvöld súpa seyðið af upphaflegu ákvörðuninni.

Lítil tilvitnun, bara fyrir mig: "Now the unhappy libertarian voters are threatening Republican congressional seats in the Mountain West. Republicans will warn about the high taxes voters can expect from a Democratic Congress, and that will keep some libertarian voters in the GOP camp. But war, corruption, overspending, and an excess of social conservatism will cause many others to stay home or vote Democratic."

En ætli það sé ekki kominn háttatími núna og rúmlega það.

7 comments:

Anonymous said...

Ég mæli með Kanal Cafeen fyrir mömmur.

http://www.aok.dk/infosites/4921/

Geir said...

Ljómandi, þakka þér!

Ingigerður said...

Bið kærlega að heilsa Karen! :)

Anonymous said...

Ég trúi ekki að þú hafir heldur viljað sjá Reblúblikana áfram við stjórnvölin.

Það er líka rosalega auðvelt að vera sammála einhverju þegar þeir sem sitja við háa borðið búa til falskar og villandi skýrslur. Auðvita eru allir sammála þá en síðan kemur í ljós lygar og spillingarvefur, og þá má ekki skipta um skoðun því upplýsingarnar sem lágu fyrir til að byrja með voru rangar? Frá sitjandi ríkisstjórn!

Geir said...

Ég segi nú bara með þessari litlu tilvitnun að Repúblikanar eru að flæma frá sér frjálshyggjuatkvæðin, annaðhvort þannig að frjálshyggjumenn sitja heima eða kjósa Demókrata. Ég held að sú greining sé alveg rétt.

Anonymous said...

Ferdalangurinn er etinn af poddum en ekki ljonum. For a Joe's beerhouse adan, takk fyrir abendinguna Dadi, og at krokodil, strut, seprahest og kudu......jommmi, ja og eftir ad hafa dasamad tessi dyr i tjodgardinum....svona er madur mikill hraesnari!!

Keypti innflutningsgjof handa ter Geir minn, vertu buinn ad hreinsa af stofubordinu tegar eg kem og eg lofa ter tvi ad eitthvad tengt brjostum mun liggja tar!!

Geir said...

Á Vestfjörðum skoða menn lunda áður en þeir fara á næsta veitingahús og snæða hann. Ekkert að skynsamlegri nýtingu dýra til bæði ánægju og matseldar.

Stofuborðið verður hreinsað!