Monday, December 11, 2006

Helgi nú á enda er

Gríðargóð helgi nú að baki. Hún verður að hluta tekin í stikkorðum:

Ingimar er ómótstæðilegur, Ósk sömuleiðis, Stebbi er sífallegur (nýyrði dagsins), Tívolí er svo ágætur staður, julefrokost var með eindæmum skemmtilegur (gylltur kjóll á Document Controller já takk), Signe og Ole og ölvun og Wall Street, Danir drekka lítið og hægt en verða mjög fullir og hressir, engin Kolla Solla, sunnudags-Moose er ágætur, fallega fólkinu fjölgar senn.

Nóg af þessu.

Mikið var ég að koma mér í leiðinlega aðstöðu millimannsins um helgina, en sumt verður samt að gerast og gerast með minni hjálp, með fullu samþykki mínu eða ekki.

Önnur og mun ánægjulegri hjálp var þegin af mér rétt í þessu. Sumu fólki er bara hrein ánægja að gera greiða. Jafnvel svo að það að ég megi gera greiðann er greiðasemi við mig.

Framundan er löng vinnuvika og næsta helgi verður þurr segi ég.

Klipping nálgast.

Nóttin er komin. Bless í bili.

3 comments:

Anonymous said...

Þú ert yndi :)

Geir said...

Svona athugasemdir eru alveg óþarfi. Þær eyðileggja bad-boy orðstírinn minn!

Anonymous said...

Biðst afsökunar krúttið mitt!