Thursday, December 28, 2006

Tuðgáttin opnuð

Íslendingar eru ótrúlega duglegir við að sætta sig við eitthvað sem er klárlega ekki vilji þeirra. Fyrir ferðamanninn mig er þetta augljóst hvað varðar ótrúlega margt. Dæmi verða nú tekin:

Áfengisverð og fyrirkomulag áfengissölu
Enginn hefur sérstaklega fyrir því að verja fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi nema sjálf áfengisverslun ríkisins. Þeir sem beinlínis styðja fyrirkomulagið hafa verið þagaðir í hel og í raun bíða bara allir eftir því að ríkið drífi í lagabreytingu og komi áfengi á hillurnar við hlið annarra löglegra neysluvara.

Íslendingar sætta sig samt við ástandið. Þeir láta smala sér inn í þessar sérstöku áfengisverslanir og borga uppsett verð til að eignast vökvann góðan. Í staðinn skera Íslendingar óhikað niður í öðrum útgjaldaliðum, t.d. með því að ferðast minna, endurnýja fataskápinn hægar og borða ódýrar.

Fríhöfnin er svo önnur hlið á sama máli. Fullorðið fólk hlaupandi um og spurja hvað megi kaupa mikið áfengi og tóbak og fyllir rækilega upp í kvótann í hverri ferð. Af hverju leggur fólk þetta á sig og steinþegir svo um fáránleika kerfisins þegar heim er komið? Er þetta falið sjálfshjálparnámskeið fyrir Íslendinga - að láta þeim líða svo sérstökum af því þeir en ekki allir aðrir eiga líter af vodka sem fékkst á 1000 kr?

Opnunartímar skemmtistaða
Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir gott næturlíf, þá sérstaklega í Reykjavík. Opnunartímar á virkum dögum eru samt fyrir neðan allar hellur. Þeir eru beinlínis til þess fallnir að þjappa djamminu saman á tvö kvöld í vikunni (með tilheyrandi álagi á allt sem tilheyrir eftirliti og umsjón með næturlífinu), drepa niður löngun ferðamanna til að kíkja í bæinn utan álagstímanna um helgar (látið mig þekkja það!!!) og draga óþarflega úr viðskiptum við miðbæinn sem er varla það besta sem sá bæjarhluti þarf að þola.

Hrósið
Íslendingum til hróss má samt segja að þeir eru mjög kröfuharðir neytendur (a.m.k. í orði), nýjungagjarnir (a.m.k. í verki), alveg óhræddir við að hugsa stórt og ákaflega ánægðir með að vera þjóð vinnandi fólks en ekki samansafn sósíalista að heimta köku sem einhver annar bakaði.

Áfram Ísland!

2 comments:

Anonymous said...

Hahaha tuð fyllikallsins, mér finnst bara fínt þetta aðhald.....

Anonymous said...

Íslendingar eru ótrúleg fífl, og gleyma öllu sem er að gerast á einni nóttu og sætta sig við það.

Gott nýlegt dæmi, Árni Johnsen. Í Frakklandi væri ennþá verið að moka teppum og saur á Ölfus-brúnna. Væri fínt að fara milli veginn eftir sem áður.