Mikill þolinmæðidagur í dag. Síblaðrandi Daninn sem situr á móti mér í súrara lagi, tímafrekt verkefni hlaðið hárfínum smáatriðum þarf að klárast, nætursvefninn hefði mátt vera lengri og 2ja klukkutíma hópfundur áðan var ekki til að halda athygli í allan tímann. Held þó þetta hafist allt saman.
Ég prófaði að gera sjálfum mér þann grikk um þessi mánaðarmót og fá eitthvað af umfram-37klst-á-viku-vinnutímum mínum útborgaða. Niðurstaðan er sú að ég fékk útborgað, umfram hið venjulega, (fjöldi yfirtíma)*(tímakaup)/2 kr útborgað. Held ég fari bara á fleiri fimmtudagsfyllerí til að losna við umframtímana í framtíðinni. Svarta hítin, einnig þekkt sem skattayfirvöld, verða að láta sér það duga til að skipuleggja samfélagið og líf mitt fyrir mig.
Eins gaman og mér finnst að fá viðbrögð við skrifum þá finnst mér ekki mikið varið í aurdrulluna í athugasemdunum hérna. Innlegg dagsins: "[É]g nenni ekki að vera málefnalegri, sorrí." Ég held að margir mundu gera sjálfum sér mikinn greiða með því að taka nennu-leysið alla leið, og segja ekkert.
Síblaðrandi Daninn virðist vera farinn í bili. Ég gríp tækifærið og geri eitthvað uppbyggilegt á meðan... (kl 16:50)
(kl 16:53) Jæja friðurinn úti. Sem betur fer er hann að búa sig til heimferðar. Ég tek pásu á meðan.. úti á svölum!
Grófur vinnustaðahúmor er hollur fyrir sálina.
Ég veit af hverju Lego er dönsk uppfinning. Danir eru mjög frjóir hugar, hafa hugmyndir um hvernig á að gera hlutina og vilja ólmir demba sér út í framkvæmdir. Á endanum kemur síðan í ljós að hugmyndin var slæm og það sem var gert til að framkvæma hana þarf að rífa niður og helst með sem minnstri fyrirhöfn. Lego í hnotskurn.
Færeyingurinn í minni deild sagði mér að það færi Færeyingur í X-factor á Íslandi. Það voru fréttir í mínum eyrum. Þar á eftir sagðist minn Færeyingur þekkja þann Færeying. Ekki þótti mér það vera fréttnæmt.
Tveir ágætir herramenn verða í Köben um helgina. Bjór? Já takk!
Heim vil ek! Eitt að lokum: Svona á að láta verkin tala! . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . nooooot!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Um að gera fyrir alla að vera með í æsispennandi Music Quiz III hér: http://www.hawkhalf.com/blogg/ds2007/mqiii/MQIII.html
Þetta er spam frá Hauk :)
Post a Comment