Sunday, May 20, 2007

Helgarmolar

Íbúðin neðan við mína er sannkölluð tölvuleikjaparadís. Í þessi þrjú til fjögur skipti sem nokkrir strákar koma saman í henni má heyra hróp og köll og öskur og bank í veggi og gólf og greinilega mikið stuð í gangi. Um daginn stóð einn þeirra út á svölum og var að segja við einhvern í símanum að þeir strákarnir væru að spila á Xbox. Núna heyri ég, í gegnum opnar svalahurðir mínar og þeirra, að Nintendo Wii leikur er í gangi. Ég held ég þurfi að íhuga að troða mér inn í þennan vinahóp!

Sumarhefti Þjóðmála er, að mér skilst, í lokavinnslu og kemur út eftir örfáar vikur. Kaupið áskrift!

Örlítill túr í bæinn á föstudaginn var athyglisverður. Ég held ég láti þau orð duga í opinberan annál minn.

Talandi um djamm - mín deild (eða hópur, "group" á vinnumálinu) er orðin ansi þyrst með hinni hækkandi sól. Svo þyrst að það er að stefna í að einhver djammhittingur sé planaður í hverjum mánuði. Ég kvarta ekki því verkfræðingar (líka danskir!) eru með eindæmum skemmtilegir í glasi, en á seinasta djammi var örlítið of mikil dramatík í gangi sem ég þarf að finna leiðir framhjá, ef eitthvað svipað kemur upp aftur. Það er ekkert fallegt við að sjá fullorðinn karlmann gráta söltum tárum fyrir að vera hent út af uppáhaldsskemmtistaðnum sínum. Nei, ég er ekki að tala um sjálfan mig undir rós!

Kannski Fjóla ætti að endurskoða afstöðu sína til stjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar því með 23 manna meirihluta verður eftirfarandi raunin: "Allir þingmenn Samfylkingarinnar, ráðherrar sem aðrir, munu geta setið hjá í atkvæðagreiðslum og mál samt runnið í gegnum þingið." Umorðað: Sjálfstæðismenn þurfa bara að tryggja að Samfylkingarfólk annaðhvort kjósi með eða sitji hjá. Líf Sjálfstæðismanna á þingi orðið aðeins einfaldara.

Góðir fyrirlestrar eru auðveldlega 18 mínútna virði. Sjaldgæft skynsamlegir leiðarar dagblaða eru auðveldlega 60 sekúndna virði. Heimskulegar athugasemdir við þá eru ekki sekúndubrotsins virði.

Á morgun kemur í ljós hvort ég renni á flugmiða í lok ágúst eða byrjun júlí. Málið er ekki alveg í mínum höndum en með smjaðri og sannfæringarkrafti gæti ég e.t.v. haft einhver áhrif á framtíð sumars míns.

Lokaorðin í bili á Seinfeld (sem í mínum bókum er einn mesti heimspekingur okkar tíma): "Skatturinn! Hann er eins og mafían! Hann getur tekið hvað sem hann vill!" (Season 3 Episode 2 Minute 9)

5 comments:

Anonymous said...

Þú hlýtur að vera búin að horfa á alla þætti Seinfeld sona 20 sinnum!
Farðu nú að finna þér eithvað annað að gera við frítíma þinn Geir minn, eins og t.d. fara niður til tölvuleikjastrákanna og spurja hvort þú megir ekki vera memm:)
Savne dig

Geir said...

Mér dettur ekkert betra í hug að gera í mínum frítíma en horfa á Seinfeld. Viska og skemmtun á sama tíma!

Savne dig i lige måde.

Unknown said...

Inbreading?

Geir said...

Now that's just nasty...

katrín.is said...

í júlí er ég bara heima
2
25
26
27
28
29
30
31

ss voða lítið í byrjun júlí.. meira í lok júlí..