Monday, May 28, 2007

Takk fyrir mig frænka!

Fallegu frænku minni þakka ég kærlega fyrir mig. Ágætari ættingi og einstaklingur yfir höfuð er vandfundinn.

Daða bið ég formlega og skriflega afsökunar á laugardagskvöldinu hér með. Þegar til lengri tíma er litið held ég samt að allt hafi verið þess virði og vitaskuld mun ég sannfæra Daða um það. Ég sver!

Sólin er komin aftur til Köben og ætlar að halda í a.m.k. nokkra daga í viðbót ef eitthvað er að marka spár handónýtra danskra veðurfræðinga sem gætu ekki spáð fyrir um úrkomu eigin þvagfæra eftir 10 bjóra stanslaust bjórþamb.

Verður 14.-17. júní góð helgi? Það held ég!

3 comments:

Ingigerður said...

Takk æðislega fyrir mig elsku Geir! :) Ég og Íris skemmtum okkur rosalega vel, þrátt fyrir leiðinlegt veður, og átt þú mjög stóran þátt í því! :D
Þú og vinir þínir eru virkilega skemmtilegri djamm félagar. :)
Sendi þér linkinn á myndirnar þegar Íris er búin að stja þær inn. Og skal reyna að finna leið til að koma síma-myndunum á tölvutækt form.
Takk enn og aftur fyrir frábæra helgi!

Anonymous said...

Fyrst talar Geir um úrkomu þvagfæra, og svo segir Ingigerður að Geir eigi þátt í leiðinlegu veðri. Hvað má lesa úr þessu?

Geir said...

Takk frænka sömuleiðis! Þú ert alltaf hjartanlega velkomin í höfuðborg Baunananna á minni vakt!

Árni, lestu sem minnst út úr þessu! :)