Friday, June 01, 2007

Hressandi vika

Þetta er búin að vera hressandi vika. Lítill svefn í léttu ölvunarástandi nánast allar nætur í bland við þétta vinnudaga með ágætri stemmingu er góð blanda sem mælt er með. Að vísu lengist listinn yfir vanrækt verkefni alltaf þegar kvöldin eru nýtt utan "vinnu"aðstöðunnar heima á kvöldin en því má alltaf redda.

Ráðgjafastarfið er ágætt starf. Gæluverkefnið gengur vel og reddingar og lausnir virðast alltaf liggja á lausu þegar spurt er eftir þeim.

Á morgun ætla vinnufélagar að hittast á einhverri knæpunni í Köben og drekka sig fulla saman. Ég þarf að finna undankomuleið ef dramatík seinasta vinnuhópdjamms lítur út fyrir að ætla endurtaka sig en áhyggjur mínar eru þó litlar sem engar.

Veðrið helst nú gott í langan tíma í einu sem er í góðu lagi. Þetta með mikinn hita og mikinn raka er samt ekkert að fara betur í mig nú en áður.

Hef það ekki lengra í bili. Látið mig vita þegar hið frjálsa og óháða vefrit Múrinn hrósar einræðisherra Venezúela fyrir að fækka leiðum til að gagnrýna sig, drekkið nóg af bjór og munið að á Íslandi lifa bæði menn og konur lengur en í Danmörku. Er það ekki ástæða til að brosa?

2 comments:

Anonymous said...

Getur þú fundið eitthvað efni á Múrnum sem bendir til þess að pistlahöfundar séu líklegir til að hrósa einræðisherranum fyrir umrædd verk sýn?

Eða er þetta enn eitt dæmi þitt um að gera vinstri mönnum upp falskar skoðanir?

Geir said...

Þeir hafa oft tekið upp hanskann fyrir hann þegar hann hefur verið gagnrýndur. Einföld leit að nafninu hans á Múrnum ætti að staðfesta það fljótt og örugglega.