Friday, October 19, 2007

Auð helgi er ágæt helgi

Þá gerðist það sem endar allar góðar vinnuvikur - það kom helgi! Hollur mötuneytismatur verður að óhollu skyndifæði, reglulegur svefn að óreglulegum og koffínörvun verður að áfengisölvun.

Ég veit ekki til þess að það sé neitt sérstakt á döfinni og hef því lofað rúmi mínu mikilli nærveru og augum mínum glápi auk þess sem ég ætla mér að skrifa smá. Ég er hættur að setja þrif og hreingerningar á helgarplanið. Það virkar ekki. Nú er að sjá hvort einhver óplönuð heimilisstörf verði afleiðingin!

Nú er það víst orðið formlegt að Hitaveita Suðurnesja hefur skrifað undir samning upp á kaup á nýrri vatnslögn til Vestmannaeyja af NKT Flexibles og það eru ljómandi tíðindi. Getiði nú hver verður "pipe designer" verkefnisins? Hver veit nema það feli í sér skrepping til Íslands en ég verð nú samt alveg að sjá til með það. Slíkt er fjarri því alltaf raunin, og sérstaklega ekki í "standard" verkefnum eins og þessu.

Miklar umræður eru nú hafnar á vinnustaðnum vegna komandi J-dags (Julebryg-dag) í Danmörku þann 2. nóvember. Staðarval er enn óljóst en ætti að skýrast fljótlega. Mig vantar myndarlegan kvenmann til að taka með mér - helst íslenskan en það er engin krafa. Þeim finnst svo gaman að fá ferskt kjöt til að spjalla við þessum Dönum. Sjálfboðaliðar gefi sig fram!

Tímabundið (einka)símaleysi vikunnar hefur nú verið stöðvað og í hendur mínar kominn hinn laglegasti Nokia-sími. Einfaldari grip er varla hægt að hugsa sér og þannig vil ég hafa það! Símanúmer vitaskuld hið sama og áður.

En hvað segið þið svo gott?

4 comments:

Unknown said...

Ég segi allt ógeðslega gott allavega, takk fyrir að spyrja..

varðandi þarna myndarlegan kvenmann til að taka með þér.. þá væri ég alveg til, en ég er samt ekki ferskt kjöt...þar sem ég hef komið með þér áður!!.. en þeir þekkja mig kannski ekki því ég er ljóshærð núna svo við gætum reynt??? til í það kall?? :D

ætla nebbla að bóka flug þá..

heyri í þér!;)

ps.. ef það er ekki laust flug getum við alltaf bjallað í Leuh ;) úúú...

Anonymous said...

Ég var þar einmitt í fyrra með ykkur jólasveinum - djöfull getur bjór verið vondur (er minningin eftir einhver hveitibjór). Væri ekki leiðinlegt að koma aftur.

Anonymous said...

Þetta var nú ekki svo auð helgi eftir allt samann...

Geir said...

Sif; ég vænti staðfestingar hið fyrsta!

Fjóla; þú hefur að vísu aldrei hitt mitt ágæta samstarfsfólk sem ég eyði yfirleitt J-dagskvöldinu með en hvur veit nema því megi breyta!

Daði; aldeilis ekki og súpan er að gera góða hluti í úthreinsuninni!