Wednesday, October 31, 2007

Molablogg

Hausinn er þreyttur og líkaminn vill komast undir sæng en einhver tjáningarþörf er samt í mér. Málamiðlunin er því blogg á punktaformi.

Skrapp í smá kaffihúsa-bjórsötur-labbitúr í gær og kom sjálfum mér á óvart með mikilli þekkingu á túristalausum stöðum borgarinnar.

Bolti og bjór með góðum piltum var gott mál á sunnudaginn. Því oftar því betra!

Hvar á ég að horfa á boxið á laugardagsnótt?

Á föstudaginn verður gaman. Ég sé hreinlega ekki hvernig það getur klikkað!

Vinnan er í rólegri kantinum þessa dagana á meðan verkefnunum fjölgar sífellt sem fara á húrrandi fullt á svipuðum tíma á næstu vikum. Danir eru mikið fyrir að plana en þegar allt kemur til alls er eins og teningum hafi verið kastað til að finna dagsetningar!

Hefur þú einhvern tímann hugsað, "ég verð að hafa þessa ákveðnu skoðun á þessu máli, því þannig er stemming pólitískrar rétthugsunar núna"? Þá eru allar líkur á að þú hafir rangt fyrir þér. Tíu litlir negrastrákar geta vottað fyrir það.

Enn einu sinni talar vinnustaðurinn ekki um annað en stress. Aumingjavæðing Danmerkur er á fullri ferð! Er Ísland næst?

Yfir og út!

5 comments:

Anonymous said...

Er Ísland næst?? Ísland er í broddi fylkingar!!
Farðu undir sæng, ég er komin undir sæng ooo það er gott!!mmmm..:D knús á geir;)
ps. ég er ekkert stríðinn, bara smá!

Burkni said...

Hvað með:
"ég verð að hafa þessa ákveðnu skoðun á þessu máli, því það kemur beint frá þeim sem ég hef valið sem leiðtoga lífs míns"

ég er viss um að þetta klingir einhverjum bjöllum hjá þér ...

Reyndar er ég sammála þer amk að einhverju leyti með negrastrákana, ég sé ekki ástæðu til að banna útgáfuna, fólk á bara að hafa vit á að sniðganga hana ef þetta fer fyrir brjóstið á þeim. Mér finnst í raun verra yfir höfuð að gera að umfjöllunarefni ofbeldi á börnum, hvort sem þau eru svört eða ekki. Max og Mórits myndi ég setja í sama flokk, og það er sko ódauðlegt listaverk! Um rasismann verður ekki deilt, sbr. grein Gauta B Eggertssonar, en ég held hann sé ef eitthvað er skaðlausari núna heldur en þegar fólk gat lesið bókina og spottað í henni klisjur sem það kannaðist alltof vel við í almenningsáliti hvítra um svertingja. Nú eru þetta bara einhverjir negrastrákar :)

Geir said...

"Mér finnst" er ákaflega hressandi leið til að mynda sér skoðun. Amen fyrir því!

Ég viðurkenni það fúslega að ég hef gríðarlega mikla fordóma gagnvart gríðarlega mörgu. Vandamál mín byrja fyrst ef lögreglan ætlar að handtaka mig fyrir þær skoðanir, eða nota vöðva sína til að framfylgja þeim.

-Hawk- said...

Held nú að umræðan um negrastrákana hafi aldrei verið sú að banna útgáfuna, heldur bara að halda henni frá leikskólum og barnaskólum.

Ég hef nú ekki lesið þessa bók í tæplega 30 ár og hef nú ekkert saknað þess mikið. Ég mundi nú ekkert stressa mig á því þó einhver mundi lesa þetta fyrir Matta minn sem er nú litaður. Mundi jafnvel lesa hana sjálfur og þá um leið getað svarað spurningunni hvað er negrastrákur.

Get heldur ekki séð að þessi bók hafi haft mikil áhrif á mitt líf nema þá kannski hvað ég er mjög veikur fyrir svörtum konum :)

Geir said...

Haukur, talandi um að banna:

http://www.geocities.com/tenlittlemuslims/