Monday, October 22, 2007

Mánudagur til mikilla afreka!

Mikill afreksdagur í dag senn að verða að kvöldi. Mér er næstum því að takast að klára yfirferð á nokkrum tölum og hef eytt öllum deginum í það. Ljómandi það. Sumt er einfaldlega tímafrekt og sérstaklega þegar hausinn er ekki alveg í toppformi eftir sötur og hangs með Daða og frú í gærkvöldi.

Mér tókst loksins að halda upp á konudaginn í gær eftir frestun í margar vikur. Nú er gólfið ryksugað og búið að þurrka af öllu sem ég fann auk þess sem föt eru þvegin.

Á fimmtudaginn tek ég formlega við verkefninu "Westmanna Island" og hlakka til að berja pappírsvinnuna í gegn og sjá hvort einhver viðbrögð komi frá heimaeyjunni (þó ekki Heimaey). Að vísu er haustið alveg rækilega bókað hvað vinnuna varðar en skítt með það. Hvað er eitt verkefni enn sosem?

Gríðarlega freistandi tilboð heldur áfram að stríða hausnum á mér. Mikið rosalega þarf ég að fara græja ákvörðun um það sem allrafyrst!

Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti koltvísýringi.

Svei núna lenti ég á svolitlu sem krefst heilastarfsemi og klukkan er orðin margt og ekki enn búið að sækja mat fyrir vinna-seint-fólkið. Á ég að gefast upp eða berjast? Ég segi berjast!

"Projections" í ESPN NFL Fantay League eru á við stjörnuspár í áreiðanleika. En talandi um spár þá er vissara að hafa það skjalfest að orðin "..en ég var með þrjá menn í b.." munu verða sögð.

Súpa gærkvöldsins er svo sannarlega búin að hreinsa til og ég er eins og nýr maður.

Ég elska nýja símann minn.

Helvítis horandskoti byrjaður að stífla nef mitt. GLÆTAN að ég sé að verða veikur þótt ég sitji heima í ískaldri íbúð með galopnar svaladyr öll kvöld.

Ég þarf að redda mér máfrásegjanlegri kvennafarssögu en þó ekki með hvaða söguhetju sem er auðvitað. Birna, áttu ekki leið um Köben bráðlega?

Rétt í þessu kom vinnuandinn yfir mig af fullu afli og endar hér með þessi færsla!

3 comments:

Anonymous said...

Jú reyndar en þvílík tilviljun að þegar ég verð stödd í Kaupmannahöfn þá verður þú heima í Reykjavík. Ahhh en sú sóun...
Birna

Anonymous said...

Blessaður. Það er orðið frekar ólíklegt að ég komi í heimsókn fyrir jól. Kem kannski bara trylltur í jan/feb. Nema að eitthvað hagstætt flugfar detti inn.

Anonymous said...

Þetta er áskorun vissulega en ég tek hana að mér...