Thursday, April 10, 2008

Nokkur orð um Dani

(Uppfært hlaupandi)

Danir eru vægast sagt áhugaverður þjóðflokkur. Nú verður gerð tilraun til að sýna af hverju.

Það sem Danir halda um sjálfan sig:
- Þeir eru umhverfisvænir; vindmyllur eru góðar, bensín er vont, allir í lestir og strætó því það er umhverfisvænt! CO2-skattar eru góðir fyrir umhverfið
- Gæði ofar öllu; hönnun í fyrirrúmi, merkjavara á húsgögnun og hjólum, eingöngu það besta!
- Góður matur; lífrænt ræktað, grænmeti og ávextir, ekkert rusl!
- Dýrin eru vinir okkar og við förum vel með þau þótt við borðum þau
- Við erum umhverfisvæn og förum með tóm batterí í endurvinnslu
- Danir búa í "velferðarsamfélagi"; þeir ríku og aflögufæru skattleggjast þungt og þeir sem minna mega sín þiggja aðstoð "samfélagsins"
- Danir halda að himinháir skattar séu nauðsynlegir og góðir í velferðarsamfélagi, séu a.m.k. ekki "of" háir

Það sem Danir eru í raun og veru:
- Á mínum 200 manna vinnustað erum við ca. 5-6 sem notum strætó og lestir, 5-10 sem hjóla, og hinir eru á einkabílum (ýkjur en ekki fjarri sanni). Þeir hata hátt bensínverð
- Ódýrt er gott; IKEA er veldi, Fötex og Bilka og Nettó og Superbrugsen eru út um allt en Irma ekki
- McDonalds, perka-pizzur og skyndibiti fóðra Dani að langmestu leyti, offita er "faraldur" í dönskum blöðum
- Danskir grísar alast upp í dauðagildrum og eru teknir af lífi í tonnatali þegar þeir drepast næstum af sjálfsdáðum í svínastíum danskra svínabúa
- Danskir ruslahaugar taka við næstum því hverri einustu rafhlöðu Dana, bæði þeim sem er hent beint í ruslið og hinum sem eru sett í endurvinnslugáma
- Danir kvarta iðulega undan útborguðum launum og yfir því hvað sé tilgangslaust að vinna yfirvinnu því það sé allt étið af "skattefar"

Ég útvíkka þennan lista sennilega þegar ég man eftir fleiri atriðum, en þau eru mörg!

3 comments:

Anonymous said...

Minnir mig á ákveðinn meirihluta...

Anonymous said...

Svo að Danir eru bara nokkuð líkir þér? Þú getur ekki kvartað yfir því.

Fötex og Superbrugsen eru fínar matvöruverslanir, mun fínni en fínar matvöruverslanir á Íslandi.

Geir said...

Árni,

Ef ekki væri fyrir hræsni þeirra og yfirlýsingagleði og sjálfumgleði þá já, ætli það ekki.