Monday, April 28, 2008

Og þá hefst hasarinn....

Vorið er tvímælalaust komið. Sólin skín núna frá degi til dags, hitastigið fer hækkandi og dagarnir orðnir langir en það er ekki hið eina. Á morgun negli ég niður tímabil Íslandsdvalar minnar í sumar (mjög sennilega lok maí til byrjun júní), um næstu helgi er löng helgi í Litháen, og kannski fæ ég bráðum staðfestingu á því að ég sé á leið til Færeyja í lok júlí.

Hróaskeldu er ég ennþá að hugleiða. Engin niðurstaða enn sem komið er.

Af fréttum hef ég eitthvað lítið. Vinnudjamm hér og sötur þar. Vinnan ekkert að róast. Svefninn tekur nú við - óþolandi óvæntur frídagur (uppstigningardagur) skýtur upp kollinum á fimmtudaginn og því vissara að hafa vinnudagana langa fram að því, sem hefst með góðum svefni sem senn hefst.

Yfir og út!

1 comment:

Anonymous said...

Og... komin dagsetning á Íslandsheimsókn?? Djöfull væri nú gaman að hitta ykkur strákana saman svona einu sinni :)

Soffía kisulingur