Ég má til með að biðjast afsökunar á því að hafa togað í viðkvæmar taugar í nýlegum skrifum um vinnuniðurlagningu kvenna. Þetta er mörgum mikið tilfinninga- og réttlætismál og rétt eins og með önnur slík mál er kannski rétt að sýna aðgát í nærveru sálar og segja minna frekar en meira, og alls ekki að láta neitt grín skína í gegn.
Hins vegar ætla ég að láta skrifin standa án afsökunarbeiðni því mér finnst þau vera sjónarhorn sem enginn þorir lengur að færa fram undir nafni, og er þess í stað sett fram í formi nafnlauss dreifiefnis og annarra slíkra tjáningarmiðla. Mér finnst leiðinlegt að sjá að mikilvægt málefni eins og jafnréttisbarátta mismunandi hópa einstaklinga með mismunandi líkamleg persónueinkenni skuli hafa verið púað niður á það umræðuplan.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Auðvitað er í lagi að hver komi með sitt sjónarhorn en þín skrif voru órökstudd og báru keim af karlrembu og kvenfyrirlitningu. Sem dæmi um rök sem ég kaupi fullkomlega eru rökin hans Þrándar þar sem hann talar út frá sinni stétt og kemur með tilvísun.
I hear yah sister, en ég sé samt hvorki rembuna né fyrirlitninguna þótt ég kalli kvenfólk reðurlaust, hrósi fólki fyrir að geta samið um frí án milligöngu ríkisins, og bendi á efasemdir mínar við rökin bak við frítökunni. Tónninn var samt leiðinlegur. Það skrifa ég undir hér með og bæti kannski úr rökstuðningnum í einhverju lengra máli.
Ég veit nú ekki betur en að vinstrisinnað fólk út um allan bæ drulli yfir skoðanir þínar Geir minn og einhver vegin efast ég um að þú missir mikinn svefn yfir því. Þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna þú eða aðrir karlmenn sem vilja tjá sig um jafnréttismál hræðast gagnrýni frá femínistum. Hvers vegna óttast and-femínistar gagnrýni frá femínistum miklu meira en t.d. hægrisinnað fólk óttast gagnrýni frá vinstrisinnuðu og öfugt?
Valla
Það er aðallega "the level of reaction", frekar en "amount of reaction" sem undrar mig en hræðir ekki (og ég lifi reyndar pólitískt fyrir uppbyggilega og hnífskarpa gagnrýni).
Post a Comment