Gríðarhasar í dag og vinna á morgun líka. Gott mál segi ég. Næsta helgi verður aftur á móti löng og afslöppuð. Ég hef fengið O.K. við að taka frí næsta föstudag og án þess að hafa kannað málið mjög nákvæmlega þá verður sú helgi þéttur sukkpakki með fólki að klára lokaverkefni og Haukinn í stuttri heimsókn, sumsé svínarí eins og það gerist best.
DV inniheldur nokkur orð í dag um - já ótrúlegt en satt - Baugsmálið! Jæja, kannski ekki beint um Baugsmálið en eitthvað því tengt. Ég nenni engan veginn að setja mig inn í Baugsmálið. Maður á mann, orð á móti orði, valdatafl og lögsóknir. Leiðinlegt mál eins og leiðinleg mál gerast best.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þvílík snilld að þú skulir eiga frí á föstudaginn...
Fimmtudagsdjömmin eru mín uppáhaldsdjömm
:)
Post a Comment