Saturday, October 08, 2005

Fyndið

Ég held ég muni aldrei vaxa uppúr því að finnast hrokafullur MR-tónninn fyndinn. Þessu hló ég að:
[V]erzlingar hafa með sínu skítlega eðli oft stundað þann ósið að nefna MR-ví daginn ví-MR daginn. Þó ættu allir með sæmilega máltilfinningu að greina það að hið fyrra er mun þjálla og fallegra. Svo er MR líka á undan í stafrófinu og fæðukeðjunni yfirleitt. (#)
Eftir fjórða lestur hlæ ég enn. Hvor vann í ár?

Úr því ég er að vitna í annarra manna texta sem fá mig til að hlægja:
Minnst [framlag úr ríkissjóði skv. fjárlagafrumvarpinu] fær Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði, eina milljón króna. Þá upphæð átti skólinn að fá á fjárlögum ársins en það gleymdist við fjárlagagerðina í fyrra. (#)
Gleymdist? GLEYMDIST? Hver urðu svo áhrif gleymskunnar? Fullkomlega óstjórnlegur fólksflótti frá Ísafirði? Bjargaði Rögnvaldur sér kannski með því að reka skólann sinn á ólögboðnum notendagreiðslum? Ef bara fleiri gríðarmikilvægar stofnanir á opinberri framfærslu gætu gleymst aðeins oftar. Þá fengi fólk kannski fjárhagslegt svigrúm til að velja afþreyingu og áhugamál sjálft.

2 comments:

Jói Ben said...

MR vann með 40 stigum. Litli bróðir var í liðinu.

Geir said...

Vei!