Monday, October 10, 2005

Grátt í Danaríki

Þoka yfir öllu og einhver þyngsli yfir Kaupmannahöfn í dag. Menn eru misstemmdir á vinnustaðnum, ég sjálfur meðtalinn. Það var erfitt að skrölta fram úr rúminu í morgun.

Helgin var engu að síður ljómandi góð. Ingimar var hress. Leigusamningur var loksins undirritaður, en ekki til mjög langs tíma (rennur út 31. mars 2006 því eigandinn ætlar að selja íbúðina). Á ég að kaupa íbúð fyrir 4 milljónir danskra króna á 100% láni (ef það er hægt) og selja hana eftir 2-3 ár? Þetta er ég að hugleiða af mikilli alvöru.

Vinnuvikan kemur til með að verða í dæmigerða kantinum hvað verkefnamagn varðar, en líklega fjölbreyttari en síðasta vika þegar kemur að sjálfum verkefnunum. Þá veit alheimur það.

2 comments:

Anonymous said...

4 Mkr danskar hljómar eins og sveitt fjárhæð (40 Mkr ískr)!
Hvert er algengt fermetraverð þarna í baunaríki?

Þrándur

Geir said...

Almennt fermetraverð er himinhátt, svo ekki sé meira sagt. Þessi íbúð er ofan í bæ, 10 mín labb frá Ráðhústorgi, í fínu umhverfi, og ekki hjálpar það verðinu.