Muna svara þessu með grein við tækifæri. Atvinnumenn í umhverfismálum, og þá sérstaklega hinum þverfaglegu og nútímalegu umhverfisfræðum, eru líklega þeir fyrstu til að blása upp allar "ógnirnar" sem steðja að umhverfinu. Ella væri hætt við atvinnuleysi í stétt þeirra.
Umhverfisfræðingur: "Það er engin þörf á örvæntingu þegar kemur að loftslagsbreytingum. Áhrif mannsins eru bæði byggð á vafasömum forsendum og ofmetin. Vísindin á þessu sviði eru í frumbersku og óþarfi að fórna velferð mannkyns á altari manna sem vilja ná tökum á markaðskerfinu í nafni umhverfisverndar."
Yfirmaður umhverfisfræðingsins: "Já, það er rétt hjá þér. Við höfum enga þörf fyrir störf þín. Þú ert rekinn."
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
"fórna velferð mannkyns á altari manna sem vilja ná tökum á markaðskerfinu í nafni umhverfisverndar" ...
sjæt, ertu ekki að grínast?
Gerðu nú eftirfarandi:
1. Hættu að éta ofskynjunarsveppina eða hvað sem það er sem lætur þig setja svona lagað út úr þér.
2. Útlistaðu nú nákvæmlega hvað er á því að græða "ná tökum á arkaðskerfinu" á þennan hátt (því hegðun flestra manna snýst jú einungis um krónur og aura þegar öllu er á botninn hvolft)
3. Sýndu fram á að þetta séu sterkari efnahagslegri rök en þau sem hníga að því fyrir t.d. olíufélög og bílaframleiðendur að halda því fram að allt sé í himnalagi og að umhverfismál séu einkaáhyggjuefni fyrir uppgjafarkomma og rauðsokkur með legsig.
4. Ef niðurstaðan úr lið 3. er jákvæð, dragðu ÞÁ rökstudda, hlutlausa ályktun út frá þeim upplýsingum/skoðunum sem eru fyrirliggjandi (að frádregnum bjaganum á báða bóga - það er það sem liður 3 gengur út á)
5. Segðu mér hvort sú niðurstaða er sú saman og fæst þegar maður étur hrátt upp það sem cato.org, FOX og whatnot fleygir fyrir mann.
Afstaðan skilgreind, rökin svo Geir?
Ljómandi að fá svona mola til að moða úr við greinaskrifin. Annars er þetta með meintan gróða ákveðinna gerðar fyrirtækja af áframhaldandi reglugerðarleysi í losun ákveðinna lofttegunda ofmetin gagnárás á viðhorf mitt. Wal-Mart sagðist ætla fara kaupa meiri "endurnýjanlega orku" og hlutabréfin ruku upp en jafnvel þótt Wal-Mart myndi vilja hækka rafmagnsreikning sinn þá gæti fyrirtækið það varla nema leggja hálfu fylkin í USA undir vindmyllur, sem nú eru byrjaðar að menga útsýni jafnvel hörðustu græningja.
En greinin fer í smíði fljótlega. Ég þakka inputið.
Þetta er sterklega tekið til orða...
...sem er í sjálfu sér í lagi á einkaheimasíðu.
Það liggur ekkert á tæru í þessum efnum, hvorki sem sanna kenningarnar um hlýnun jarðar v. útblásturs af brennslu jarðefnaeldsneytis að fullu eða sýna fram á hið gagnstæða. Vegna þessa þarf að varast að glata trúverðugleika í umræðunni, t.d. með því að taka of einhliða stöðu með þeim eina póli sem maður trúir á.
En á hinn bóginn þá er alltaf jákvætt að auka nýtni og minnka mengun og þó ekki væri nema vegna þess er ágætt, glóbalt séð, að hafa þessar raddir á lofti við&við.
Þrándur
Post a Comment