Monday, March 06, 2006

Virkur dagur í lífi mínu

Ég hafði víst lofað sjálfum mér því að vinna að aukinni sjálfhverfu þessarar síðu. Hér með verður því dæmigerðum virkum degi í lífi mínu lýst:

kl 6:30-7:15 Fara á fætur, sturta, nokkrir sopar af jógúrti, bursta tennur, klæða mig.

kl 7:15-8:30 Koma mér í vinnuna.

kl 8:30-11:45 Vinna.

kl 11:45-12:15 Hádegismatur.

kl 12:15-(16:30-18:00) Vinna.

kl (16:30-18:00)-(17:30-19:00) Koma mér heim, kannski skreppa í búð.

Kvöldmatur sem oftast samanstendur af nokkrum brauðsneiðum.

Tölva með öllu tilheyrandi.

kl 23:00-00:00 Koma mér í háttinn, glápa kannski á eitthvað léttmeti fyrir háttinn.

Sofa þar til ég vakna.

Þarna inn á milli blandast svo lestur á einu af götublöðum Kaupmannahafnar (á leið til vinnu) og einhverju útprentuðu á netinu (heimleið), skrif fyrir ýmist DV eða Fréttablaðið, MSN, eitt og annað fyrir Frjálshyggjufélagið eða aðra stjórnmálatengda starfsemi, fataþvottur, kippið daglega, hugsanlega einhver þrif á sameiginlegum svæðum íbúðarinnar sem ég bý í og einn til þrír bjórar og nokkrir smókar.

Kannski helgarlýsingin komi svo hérna við tækifæri. Örlítið snúnari sú samt.

2 comments:

-Hawk- said...

Kannski snúnari en örugglega meira djúsí

Geir said...

Neh ætli það. Gæti sparað mér tíma að ég man stundum lítið eftir því sem ég gerði yfir helgi en annað gæti verið flóknara að skrifa á móðurvænu máli.