Tuesday, May 10, 2005

Heitur

Mikið er orðið vandræðalegt að finna "fyrirsagnir" á þessar færslur. Kannski ég taki upp eitthvað kerfi.

Hersteinn losnar í vikunni undan járnhamri lokaverkefnis síns, eða allt að því. Einhver skil hjá pilti á morgun eða hinn og því stefnt á hressandi djamm um næstu helgi.

Af hverju heimtar kvenfólk endalaust og sí og æ að maður eigi að ferðast? Ég hef alveg jafngaman af ferðalögum og næsti maður en þessi þráhyggja sem ég er að verða vitni að er að gera mig geðveikan.

Ónefndur prófessor við ónefnda deild í ónefndum háskóla er hér með úrskurðaður sá sem lofar mestu en framkvæmir minnst - SSLMEFM eða einfaldlega SLEF. Viðkomandi lætur í engu angra sig að honum berist símtöl og tölvupóstar í gríð og erg til áminningar og hvatningar og heldur áfram að segja að allt sé að gerast og biðin sé nú á enda. Þá vitum við það.

Hvað eiga Stalín, Hitler og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sameiginlegt? Ég veit það.

Annars er bara ágæt stemming og 21 dagur eftir af póstútburði. Sumarið verður heitt og gott ef fer sem horfir.

1 comment:

Anonymous said...

Stalín, Hitler og ISG hafa öll verið leiðtogar stjórnmálaafla.

Þetta er samt ekki það sem þér liggur á hjarta, því þetta gerðist í gær

Besser