Friday, May 13, 2005

Økonomi?

Nú velti ég því fyrir mér að taka eins og einn kúrs í hagfræði næsta haust. Hvernig hljómar það? Spurning bara hvaða kúrs ég ætti að velja.

Kannski eitthvað svínarí verði á dagskránni í kvöld en að minnsta kosti er stefnt á það á morgun. Ójá. Íslenskt brennivín nú til sölu í Netto - 70 cl, 38% styrkleiki, 59 DKK. Kannski ég grípi eina flösku á eftir.

Til umhugsunar:
"Reglur um opið bókhald gagnast þeim einum sem vilja minnka getu stjórnmálaflokka til að standa á eigin fótum, óháða hagsmunahópum, fjölmiðlum og stórfyrirtækjum. ... Því veikari sem flokkarnir eru, því fremur verða þeir að treysta hagsmunahópum og fjölmiðlum. Meðal annars vegna þessarar löngunar mun þessari baráttu haldið áfram. " (#)

Nú þarf ég að lesa mér aðeins til um Hobbes, Popper og fleiri góða menn því ég fann fórnarlamb í uppfræðslu í stjórnmálum. Húrra fyrir því.

1 comment:

Anonymous said...

Það er rokk að taka einn hagfræðikúrs með vinnu. Ég gerði það 2003, og er einni fiskihagfræði ríkari.

Ég legg til að þú skellir þér í einn kúrs. Það væri hressandi ef þú veldir umfjöllun um eitthvað fyrirbæri, s.s. stéttarfélög (eða hliðstætt efni, efni sem er harðlega gagnrýnt og talið óþarft samkvæmt frjálshyggjunni).

Besser