Tuesday, May 17, 2005

Stuðið

Fjörið heldur áfram í Nørrebro. Nágranninn er ekki fyrr fluttur út vegna innbrota og skemmdarverka og sá nýi ekki fyrr fluttur inn þegar stofugluggi er brotinn og innbrotstilraun verið gerð gegnum svefnherbergið. Ég held að íbúðin við hliðina á minni sé undir álögum. Að þessu leyti verður alveg þrælfínt að flytja af jarðhæð í lok júní og finna sér eitthvað aðeins hærra uppi.

Sjálfselskan í mér þvingar mig til að vísa á lesefni eftir mig. Gaman.

Evróvisjón um næstu helgi veit á áfengi, glens og glaum. Hvenær kemur partýboðið?

Star Wars verður frumsýnd í Danmörku á fimmtudaginn og sögur herma að langar raðir Dana hafi þegar útrýmt öllum miðum á allar frumsýningar um óþekkt langa tíð. Kannski það muni samt ganga að kíkja á ræmuna fyrir mánaðarlok.

Talandi um að skella sér á eitthvað - eiturhressandi tónleikar nálgast nú óðfluga! Nei ég er ekki að tala um þessa hér heldur Slipknot, Papa Roach & Helmet þann 14. júní og ætli ég finni það í mér að koma mér á þá? Djöfulsins tónleikaleti búin að vera á mér í vetur. Svei'attan.

Á morgun eru nákvæmlega 2 vikur í miðvikudaginn 1. júní 2005 þegar ég mæti ferskur til leiks í nýja vinnu. Ég hlakka til.

No comments: