Monday, July 11, 2005

Grunur

Mig grunar að kvenfólk í Danmörku sé um tugnum léttara að meðaltali en kvenfólk á Íslandi. Getur einhver grafið upp tölfræði sem sýnir fram á það eða afsannar? Öll þessi léttmjólk hlýtur að vera. Öll þessi hjól kannski.

30 stiga hiti er eiginlega orðið svo mikið að maður flýr inn en ekki út. Sniðgut. Ströndin um næstu helgi, já!

Ég held ég hafi ekki þurft að nota vasareikni svona mikið á ævinni síðan hið herrans ár 2001. Ekki spurja hvernig ég veit það.

Atvinnuveitandi minn býr við ákveðinn starfsmannaskort, eða jafnvel mikinn skort af því tagi. Yfirmaður minn segir að það sé svo erfitt að finna fólk. Gott vélaverkfræði- og tæknimenntað fólk er víst erfitt að "få fat i". Kannski er bara svona erfitt að ná í fitu í svona grönnu landi (djö... er ég fyndinn!)! Skrýtið er nú samt að heyra að hér í landi sé skortur á verkfræðimenntuðum hausum miðað við tröllasögur íslenskra verkfræðinema og þess að það tók mig litla 8 mánuði af klósetthreinsun og póstútburði að fá mína vinnu.

Varúð! Semípólitískur texti!
Danir hafa að stóru leyti látið rækta úr sér alla sjálfsbjargarviðleitni. Landið þeirra er á leiðinni á hvimandi kúpuna, milljón manns í 5 milljón manna ríki eru á einn eða annan hátt á framfærslu án framlags, engin leið ætlar að reynast að frelsa eitthvað af ríkisrekstrinum undan ríkinu, þeir best menntuðu og klárustu eru fyrir löngu flúnir til Bretlands og Bandaríkjanna, og unglingur sem elst upp í Danmörku lærir að heimta og heimta meira og helst örlítið meira í skiptum fyrir lítið eða jafnvel ekkert og telja slíka hegðun tengjast mannréttinda- og kjarabaráttu. Viðbjóður.

Þetta gengur ekki. Nú fer ég að kaupa frjálshyggjuboli á netinu! ...eða fljótlega allavega.

5 comments:

hengame said...

WAW to your language !!!

Can´t get a word, it lookes good though !!

-Hawk- said...

Svo ég blandi mér í pólitíska umræðu (sem aldrei hefur leitt neitt viturlegt af sér) þá langar mig að spyrja þig hvort hinn almenni Dani skuldi ekki miklu minna en hinn almenni Íslendingur?
Kemur það þá ekki nokkurnveginn á það sama nema hvað Danir lifa á ríkinu en við lifum á bönkunum?

Geir said...

Danir skulda heilu höfin. Vextir eru í lágmarki sem hefur þýtt algjöra bombu í útlánum og fasteignaverð er á himinflugi á flestum svæðum Danmerkur sem hefur þýtt sprengingu í útlánum. 200.000 DKK neyslulán án veðs á 8% vöxtum eða með veði á 5% vöxtum hefur freistað margra.

Þar að auki er sama umræða hérna um bankana, að þeir séu að mjólka fólk í góðæri, og þá á þjónustugjöldum fyrst og fremst, sem fyrir almennan mann eins og mig eru töluvert hærri í DK en á IS.

-Hawk- said...

Ég verð glaður þegar ég skulda ekki krónu... en vá það verður kannski bara fyrst þegar mitt yfirráðasvæði er einn rúmmetri og liggur 3 metra neðanjarðar. :)

Held partý þá :)

Geir said...

Madur verdur nu ad skulda eitthvad.. hvad annad eiga ættingjar manns ad eiga eftir mann til minningar ef ekki eins og einn vixil! :)