Tuesday, July 05, 2005

Stutta Hróaskeldusaga Geirs

Þá er mjög langri, mjög skemmtilegri en einnig mjög erfiðri helgi lokið og ég mættur til vinnu eftir væna þynnku í gær og einhverjar leifar hennar í dag. Eitthvað hefur reynst flókið mál að púsla saman vinnu, félögum í heimsókn, systur í heimsókn, kærustumálum, flutningum á tveimur vígstöðvum í alls þremur lotum og lyklaleysi sem enn er viðvarandi, og að sjálfsögðu hefur eitthvað gefið eftir eins og að koma dóti til Íslands, hanga örlítið í bænum með sjaldséðu fólki, minn eigin líkami og vinnudagurinn í gær, en á heildina litið löng, góð og erfið en hressandi helgi. [Nú byrjar sjálfsævisagan:] Ég svaf á berri jörð, í tjaldi, á gólfi, í sófa og í rúmi yfir síðuru fjórar nætur. Ég át einu sinni á dag í þrjá daga og skeit svo fyrir þrjá daga á fjórða degi. Ég móðgaði einhverja en skemmti samt flestum og var móðgaður af einhverjum en skemmt af flestum. Fjárhagnum var rústað í smá tíma eins og útihátíðir virðasta hafa í för með sér en það er líka þeim mun gaman að þéna þegar málstaðurinn er góður.

Niðurstaðan er skrokkur sem er meira dauður en lifandi en haus fullur af nýjum og hressandi "minningum". Takk fyrir mig!

No comments: