Wednesday, July 13, 2005

Hasar og fleira

Óneitanlega mikill hasar í gangi núna þegar 2,2 milljónir danskra króna standa eða falla með vinnu næstu tveggja sólarhringa eða svo. Sem betur fer kann ég ekkert, veit ekkert, skil ekkert og ákveð ekkert, og mitt framlag felst í að sitja hér við tölvuna og gera það sem mér er sagt. Hentar mér ágætlega í dag.

Ég má til með að lýsa yfir ánægju minni með að hafa keyrt bíl í dag.

Stundum skil ég ekki af hverju allir eru ekki sammála mér um allt sem mér finnst. Tökum dæmi: Engin eiturlyf eiga að vera ólögleg. Bæði er óréttmætanlegt að skipa fullorðnu fólki fyrir um hvað það má setja inn í líkama sinn, og hitt að bönn á efnum leiða til þess að þau verða enn hættulegri en ella fyrir þá sem á annað borð lenda í duglegum sölumönnum þeirra.

Jæja nú tekur gamall ítrunarfílingur við. Ég ætla taka "hersteininn" á þetta og setja margar tölvur á langar keyrslur sem líklega munu leiða lítið af sér.

2 comments:

Anonymous said...

Það fer ferlega oft þannig að maður á að vera ábyrgur fyrir einhverjum tugmilljóna verkum eftir að maður hefur rétt kynnt sér málið.

Í sumum tilfellum mætti halda að markmiðið væri að lágmarka verkfræðivinnu á sama tíma og ábyrgð er hámörkuð.

Laun heimsins eru oft vanþakklæti... rétt eins og í pólitík.

Maður verður bara að átta sig á því hvenær viðurkenning mótaðilans hefst, sem er oft (í pólitík) þegar ásakanir hefjast eftir að í rökþrot er komið.

"Í hvernig samfélagi viljum við búa???!"

Besser.

Burkni said...

Taka HERSTEININN á þetta?
Ég hef verið þekktur fyrir að ítra marga Hersteina næturlangt!!!