Thursday, June 15, 2006

Í amstri dagsins

Æsispennandi hugleiðingar Geirs á vinnudegi sem ætti helst að vera að frídagur á Nýhöfn með bjór í hönd.

kl 08:38
Fyrsti kaffibollinn er alltaf svo frábær.

Múrsmaður sýnir ósveigjanleika flokkakerfisins/lýðræðisins ótrúlegan skilning. Verst að hann gefur ekkert til kynna sem sýnir að hann skilur sveigjanleika markaðsins þar sem fólk kýs oft á dag og sendir lélega valkosti í gjaldþrot á augabragði.

Hressandi spjall hérna. Magnað hvernig sumir blanda tortryggni manns á ríkisvaldinu saman við flokk sem kallast Sjálfstæðisflokkurinn. Jafnvel sett samasemmerki þarna á milli! Þeir hinir sömu og þjást af þessum rugling hljóta þá að setja samansemmerki milli sín og einhvers annars tiltekins stjórnmálaflokks.

kl 10:26
Urgh!

kl 10:41
Svei, orðinn svangur og um klukkutími í mat.

kl 12:51
Þökk sé óendanlega margra klukkutíma puði yfir tilraun til að gera ákveðna reikninga örlítið sjálfvirkari er ég núna u.þ.b. 50 sekúndur að gera eitthvað sem annars tæki a.m.k. einn vinnudag. Vona það sé þá rétt gert líka! Tíminn leiðir það í ljós. Monta mig á meðan.

kl 13:18
Ég eyði örugglega alls klukkutíma á viku bara í að hella upp á kaffi í vinnunni. Nokkrar mínútur á dag af tiltekinni afhöfn eru fljótar að telja. Þetta blogg er til dæmis hrein peningaeyðsla fyrir atvinnuveitanda minn.

kl 14:02
Í raun er ótrúlegt að Norðmenn og Danir skilji hvorn annan svona vel með þennan oft á tíðum gjörólíka framburð á sama ritmálinu.

kl 14:28
Djö... ný gögn sem þýða endurtekning á sömu handtökunum! Sem betur fer taka handtökin núna bara nokkkrar mínútur í stað heils vinnudags áður þökk sé útsjónarsemi minni. Hóhóhó...

kl 15:13
Greinilega komin helgi í fólk þegar föstudags-eftir-vinnubjórinn er orðinn að umræðuefni.

kl 16:02
Ég þakka fyrir hvern dag sem er laus við símabiðraðir eða ratleik í frumskóg skriffinnskunnar. Hvað þetta varðar þakka ég ekki fyrir daginn í dag.

kl 17:13
Þá getur seinna dagsverkið tekið við.

kl 18:10
Jöss! Verð sloppinn fyrir kl 19:30 og jafnvel vel það með þessu áframhaldi. Takk fyrir í dag!

2 comments:

Anonymous said...

Hehe fyndnar pælingar hjá þér strákur....og engin skrifstofugredda össsssssss!!!

Geir said...

Bara undir það síðasta