Monday, June 26, 2006

Molar

Í dag fékk ég að heyra hvaða launahækkun ég fæ frá og með næsta launaseðli. Í krónum talið er hægt að kvarta, en í prósentu í sjálfu sér ekki. Af hverju finnst mér mikilvægt að vita hversu há hækkunin er miðað við einn eða tvo aðra sem ég tel mig stiginu fremri í deildinni? Á maður að reyna nöldra sig ofar? Á maður að líta svo á að prósentuhækkunin sé góð og gild þótt niðurstaðan (m.a. þökk sé nýju skattþrepi sem nú bankar upp í þrepaskattkerfinu) verði varla til að umbylta neinu? Ég leggst undir feld með þetta.

Ég fer ekki á Hróaskeldu fyrr en á sunnudaginn, en þvílíkan félagsskap fær maður! Sjálfur Haukur og hananú ef plön ganga eftir.

Föstudeginum eyði ég líklega fjarri vinnu og í þrif í íbúðinni sem ég er formlega persónulega ábyrgur fyrir að rýmist fyrir mánaðarmót. Laugardagurinn fær líklega líka sinn skerf af frágangi. Flutningar á laugardagssíðdegi og þá loksins get ég kallað mig fluttan til nýrra heimkynna!

Verður einhver íslensk sál í Köben í júlí ef ég held einhvers konar innflutningsteiti? Dagsetning getur auðveldlega ráðist af því hvaða stórmenni eru á ferðinni í sumar, og hvenær. Hvað partý varðar verður a.m.k. eitt haldið í haust: Aggú, Örvar, Stefán, Sverrir. Ég reikna með ykkur!

Ég er nú ekki mikill fjármálasérfræðingur í mér, en er ekki eitthvað að hafa út úr því að taka neyslulán í Danmörku til að eyða í eitthvað á Íslandi, t.d. sparnað?

No comments: