Monday, June 05, 2006

Berlín babie

Eiturhressandi símtal veitir á hressandi innblástur í eins og eina færslu:

Berlín er indæl borg og í góðum félagsskap alveg frábær borg. Byrjum á einni sögu úr ferjunni á leiðinni frá Þýskalandi til Danmerkur (nákvæmt orðalag ekki endilega til staðar):

Geir (á veitingastað í ferjunni, með 2 miða upp á 2 pakka af tollfrjálsum sígarettum): Sígarettur takk, ef þú átt þær til.
Afgreiðslukonan: Hvað viltu margar? Karton?
Geir: "Tvo pakka af Cecil rød takk.
Afgreiðslukonan: Tvo pakka? Það er ekkert sérstaklega mikið.
Geir: Ég á bara tvo miða fyrir tollfrjálsum pökkum, svo ég tek bara tvo pakka.
Afgreiðslukonan (tekur upp kartonið): Við getum bara sagt að þessir tveir pakkar séu tollfrjálsir og að hinir séu það ekki. Verðið er það sama.
Geir (ánægður): Hljómar vel! Ég þigg það.

Verðið reyndist svo bara tíu sinnum tollfrjálst verð. Skattsvik eru yndisleg.

Stikkorðin (ekki í réttri tímaröð):
"Hefuru séð spennuna mína?" - "Ég þarf að pissa" - Irish Pub - Kareókí-barinn að degi til og kvöldi - mistæk skottækni - skoðunarferð með rútu - rauður hlýrabolur á bar - Gyðingasafn (hauskúpulaust) - 5-3 (bíður staðfestingar) - kirkjurústir - blautur labbitúr - kökuboxið - sólgleraugu - "Þarf aðeins að hringja í..." - 60 mín pizza - Hard Rock í þynnku - atvinnu- og húsnæðisleysingjar - engin krem - orðinn samkynhneigður - "Eydd'enni" - bjór og meiri bjór - Óli/Louise - frábært hótelútsýni - sól og rigning - "Já" eða "nei" eftir atvikum - fáar sjoppur - "For ultimate pleasure" - kvennafrídagurinn frábæri/vafasami ...[to be continued?]

Engar skuldbindingar en allir keppinautar verða drepnir (mótsögn ég veit). Re-union í sumar er krafa dagsins. Takk fyrir mig kynæðislegust!

1 comment:

Anonymous said...

Takk sömuleiðis.....já fyrir allt!!!